24.10.2023 | 20:23
Aðgagnsharðir trans-aðgerðasinnar sýna ógnandi hegðun gagnvart foreldrum
Þann 21. október hittust foreldrar til mótmæla í Reykjavík. Fyrirmyndin eru mótmæli í Kanada sem heitir ,,1 Million March 4 Children. Víða í borgum þar ytra hittast foreldrar og mótmæla trans-hugmyndafræðinni í skólakerfinu.
Með stuttum fyrirvara ákváðu nokkrir foreldrar að gera slíkt hið sama í Reykjavík. Fyrsti fundurinn, sennilega ekki sá síðasti. Í útlöndum hefur það gerst að trans-aðgerðasinnar reyna að skemma þessa göngu og fundi, með svona framferði, og noti til þess öll ráð. Ýmis samtök og verkalýðssamtök reyndu það líka.
Fyrsti fundurinn hér á landi var ekki fjölmennur, en vonandi rætist úr síðar. Ég las frásögn móður sem tók þátt en ekki frá byrjun og svei mér þá, trans-aðgerðasinnar hér á landi hafa lært af sömu sauðum í útlandinu. Af hverju er þeim illa við að fólk sem aðhyllast ekki trans-hugmyndafræðina í skólakerfinu hittist og tali hvort við annað? Finnst hinum almenna borgara í lagi að svona árás sé gerð á foreldra og velunnara barna?
Móðir segir svo frá:
,,Takk fyrir mótmælin hér í borg sl laugardag, ég náði að bruna niður á Austurvöll með yngsta son minn með í kerru og ég má til með að segja aðeins frá þessum herlegheitum...
Þegar ég nálgast þá sé ég allt morandi í allskonar gleðigöngufánum og fyrst hélt ég að það væru svona margir frá samtökunum 78 að styðja málstaðinn okkar, en nei það reyndist ekki vera raunin heldur þveröfugt.
Ég sá hópinn sem stóð fyrir mótmælunum og kom mér fyrir til að hlusta á þá sem voru að tjá sig og tók eftir því hvað allir voru skýrir og friðsamlegir í sinni framsögn
Ég myndi giska á að hátt í 100 manns frá samtökunum 78 hafi verið mætt til að umkringja ca 20 manneskjur sem voru í mótmælunum okkar!
Þetta fólk leyfði sér að öskra, froðufella, hnussa, góla og gjamma yfir þau sem voru að tjá sig og ég hef bara sjaldan eða aldrei upplifað aðra eins steik eins og ég varð vitni að þarna! Ein manneskja tók meira að segja á því að hoppa í kringum mig og bulla eitthvað og tók sér svo allt í einu stöðu fyrir aftan mig nánast alveg uppvið mig, fór að veifa regnbogafána og regnhlíf í andlitið á mér og 2.ára syni mínum sem sat í kerrunni. Þetta var svona smá eins og fá Jókerinn í Batman uppa sér, eða þannig leið mér og ég ákvað að láta eins og ég sæi ekki þessa manneskju enda var hún líklega að reyna að fiska einhverskonar átök/slagsmál.
Syni mínum var svo nóg boðið á einum tímapunkti og ég gekk þá áleiðis í burtu en þá heyri ég hvernig skríllinn brast í söng til þess að yfirgnæfa alveg þá sem voru að tala, og sungu þau "ég er eins og ég er" á hæsta styrk með hroka sem segir meira en þúsund orð
Það er með ólíkindum að sjá hvað þessi tilteknu félagasamtök þola akkúrat enga gagnrýni og þau sýndu af sér svo lágkúrulega framkomu að ég held að þau hljóti að vera skjálfandi á beinunum innst inni
Höldum áfram að veita aðhald og ég má til með að þakka ykkur hugrakka fólk fyrir að leiða þessa göngu, tjá ykkur, standa af ykkur fáránlegt áreitið og halda þannig áfram að uppræta ruglið!
Athugasemdir
Alltaf sama sagan með kommúnista; þeir hafa engin málefni, engar röksemdir, aðeins dónaskap, áróður, ofbeldi og rán.
Guðjón E. Hreinberg, 24.10.2023 kl. 21:25
Umburðarlyndið er fyrir löngu búið að snúast upp í viðbjóð.
Að svona fámennur hávær hópur skuli geta komið svona fram er til skammar.
Hef aldrei haft neitt á móti svona fólki en það er orðin liðin tíð.
Frekjan, tilætlunarsemin og hrokinn er að hafa áhrif á ansi marga.
Bakslag kalla samtökin það. Hvernig skyldi nú standa á því..??
Sigurður Kristján Hjaltested, 25.10.2023 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.