23.10.2023 | 19:16
Skiljanlega sárnar börnum þegar þau lesa sannleikann
Í kjölfar umræðunnar að móðir geti ekki verið pabbi eða ,,pabbinn sem var óléttur fjölluðu fjölmiðlamenn um trans-málaflokkinn. Fjölmiðlamenn virðast gera þetta af og til og eru svo sannarlega ekki hlutlausir. Þeir virðast ekki hafa meiri hæfni og færni en svo að þeir geta ekki fjallað um málaflokkinn án þess að draga einstaka barn/fjölskyldu inn í umfjöllunina, þó rætt sé almennt um málaflokkinn. Í víðu samhengi meira að segja. Best þykir fjölmiðlamönnum og viðmælendum þeirra að draga einhvern í drullupollinn. Þeir sem fara verst út úr því eru viðmælendurnir sjálfir. Rökstyðja ekkert, gaspra bara.
Fjölmiðlamenn sækjast ekki eftir staðreyndum þegar fjallað er um málaflokkinn. Enginn fjölmiðlamaður talaði um dóm Mannréttindadómstólsins í tengslum við umræðuna. Óskir og langanir foreldrar til að vera annað en þau eru standast ekki mannréttindalög.
Fjölmiðlamenn hafa ekki velt öllum steinum. Hvað er verið að gera börnum sem búa við lífsskoðun þar sem trans-hugmyndafræðin passar ekki inn? Hvernig líður þeim? Hvers eiga börn að gjalda í kennslu þegar hugmyndafræðin er rædd og jafnvel kennd? Munur á kynningu og kennslu. Hafa fjölmiðlar rætt um og við þá foreldra sem hafa frábeðið sig, fyrir hönd barna sinni, kennslu trans-hugmyndafræðinnar? Hafa fjölmiðlar rætt við skólastjóra um þá kennara sem hafnað er, af foreldrum, vegna ofuráherslu á trans-hugmyndafræðina? Hafa fjölmiðlamenn leitað til fræðslunefndar Samband íslenskra sveitarfélaga og spurt þá hvernig þeir sem regnhlífasamtök takist á við þessa hlið málsins?
Nóg um það. Deigir fjölmiðlamenn.
Ljóst er, að ef foreldrar, stjórnmálamenn, hagsmunasamtök og starfsmenn skólastofnana segja barni ósatt t.d. um að líffræðilegu kynin séu fleiri en tvö og barn les það svo annars staðar að svo er ekki þá hlýtur því að sárna. Það er ekki hægt að rökstyðja fullyrðinguna að kynin séu fleiri en tvö, XX og XY-litningaberar. Meira að segja sumir þjónar kirkjunnar taka þátt í að segja börnum ósatt um kynin tvö.
Sé barni sagt að það sé fætt í röngum líkama af foreldrum, hagsmunasamtökum og starfsmönnum skólastofnana og það les síðar að ekki sé hægt að fæðast í röngum líkama hlýtur barninu að sárna. Líkama er ekki hægt að skipta út.
Sé barni sagt að hormóna- og krosshormónalyfjagjafir hafi ekki áhrif á líkamann og les síðar að svo sé er skiljanlegt að því sárni. Það uppgötvar jafnvel að foreldrar, hagsmunasamtök og starfsmenn skólastofnunar hafa ekki sagt satt og rétt frá.
Svona væri hægt að telja upp nokkra þætti þar sem barni er kannski ekki sagt satt í tengslum við málaflokkinn. Er von að barni sárni! Hvort það sé þeim að kenna sem segja sannleikann get ég fullyrt að svo er ekki. Þeir sem fylla barn af ranghugmyndum verða að bera ábyrgðina sjálfir. Þeir hafa sært barnið.
Hjá því verður ekki komist að staðreyndin um að kynin séu tvö fer fyrir brjóstið á þeim sem eru því ósammála. Vera kann að börnum víða um land þyki óþægilegt að til sé fólk sem tjáir skoðanir sínar og sannleikann um að líffræðilegu kynin séu tvö, ekki sé hægt að skipta um líkama, að lyfjagjafir hafi afleiðingar og sér í lagi hafi þeim verið sagt annað og það jafnvel af foreldrum, skólafólki og stjórnmálamönnum.
Hvað gerist svo í huga barna, eirðaleysi í sálinni sem þarf að sefa, er allt önnur Ella. Eirðarleysið getur stangast á við hið líkamlega og líffræðina.
Foreldrar barna sem líður ekki vel í eigin skinni hafa stofnað foreldrafélög í Svíþjóð og Noregi. Þau telja að börnunum sé ekki sagður allur sannleikurinn hjá trans-hagsmunasamtökum og víða í skólakerfinu. Hér má sjá síðuna þeirra í Svíþjóð. Því miður hefur foreldrafélagið á Íslandi runnið inn í trans-hagsmunasamtökin. Starf þess og málflutningur litast af því og hugmyndafræðinni sem þar ríkir.
Hlutverk foreldrafélagsins í Svíþjóð er m.a. ,,þau vilja styðja börnin sín í leit sinni að persónuleika sínum og lífsháttum án að þess að þau stjórnist af kynhlutverki og viðmiðum. Þau eru miður sín yfir vanlíðan barna sinna í líkama sínum. Foreldrarnir vilja að ungu fólki sem líður ekki vel í eigin skinni sé mætt með hreinskilni, varúð og rannsóknartengdri umönnun. Verðug markmið.
Leyfi fyrsta erindinu að fljóta með:
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
en láttu það svona í veðrinu vaka,
þú vitir, að hann hafi unnið til saka.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.