Konan sem ég sagði frá um daginn er grunnskólakennari

Hanne Hjort vinnur með börn í veikri stöðu, andlega. Hún varð stjórnarmeðlimur í Dansk Regnbueråd s.l. sumar og berst fyrir réttindum kvenna og þann vanda sem trans-hugmyndafræðin veldur. Hún lætur m.a. í sér heyra á samfélagsmiðlum.

Hanne hefur bent á rétt kvenna til einkarýma, s.s. kvennaathvörfum og salernum. Vegna málsins hefur hún eignast óvini. Menn ganga svo langt að óska eftir að hún verði rekin. Sá sem eys úr viskubrunni sínum er almennur borgari í Danamörku og heldur fram að kennarinn sé hatursfullur og trans-fóbískur. Að auki segir borgarinn að trans-börnum geti stafað hætta af kennaranum og fjölskyldum þeirra. Svona bréf hafa atvinnurekendur Hönnu Hjört fengið, ekki einn heldur fleiri (bloggari: hóst, hóst, hóst).

Sá sem sendir bréfið bendir á að kennarinn vilji að trans-konur (með typpi) afpláni í karlafangelsi, ekki meðal kvennafanga svo fátt eitt sé nefnt. Fleira er tínt til og sýnir hversu heimskt fólk getur verið og þröngsýnt. Auðvitað á Hanne og má hafa skoðun á samfélagsmálum án þess að það komi vinnuveitanda hennar við. Enda gerðu þeir ekkert með þessi bréf. Að kennarinn sé ekki sömu skoðunar og trans-aðgerðasinnar gerir hann hvorki óhæfan né trans-fóbískan. Hvað þá óhæfan til að vinna með börnum. Í bréfinu segir að skólastjórinn ætti í alvöru að skoða hvort slíkur kennari eigi að starfa í skólanum (bloggari: hóst, hóst, hóst).

Hanne bendir á að það sem hún gerist sek um, samkvæmt borgaranum, er að henni finnst rangt að menn sem skilgreina sig sem konur hafi aðgang að einkarýmum kvenna, kvennaathvörfum og fangelsum. Að auki finnst henni mjög óréttlátt að menn, bara við það að kalla sig konur, fái að taka þátt í kvennaíþróttum því þeir keppi ekki á jafnréttisgrundvelli.

Ég hef líka verulegar áhyggjur af þeim mikla fjölda stúlkna sem allt í einu segjast upplifa sig í röngum líkama, frá 2014 til 2020 hefur tilvísinum fjölgað úr 3 í 135 á hverju ári. Prósentutalan gífurlega há segir Hanne Hjort.

Það er galið að nokkrum manni detti í hug að taka eigi lífsviðurværi af mér vegna skoðana minna segir Hanne (bloggari: hóst, hóst, hóst).

Innleggið má sjá hér, en það var birt 19. október á snjáldursíðu Dansk Regnbueråd. Lausleg þýðing er bloggara.

Mynd af grein Hanne.

blogg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband