Kona getur ekki verið faðir barns samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu

Fyrr á árinu féllu tveir dómar hjá ME. Þar sem málavextir voru nokkuð svipaðir dæmdu þeir í báðum málunum á sama tíma.

Það sem ég undrast er að fjölmiðlar hafa ekki fjallað um þennan dóm, ekki einu sinni þegar blaðamaður á Visi flutti þjóðinni fréttir af ,,ég er ólétti pabbinn.“ Hefði blaðamaðurinn haft snefil af áhuga og nennu til að kynna sér málaflokkinn hefðu hún kannski geta sagt frá dómum ME í leiðinni og bent á að um tvískinnung sé að ræða.

Hafi heilbrigðisyfirvöld skráð annað en móðir eða faðir á fæðingarvottorð barns er um skjalafals að ræða eftir því sem ég fæ best séð. Reyndar er ég ekki lögfræðimenntuð en slík skráning virðist í andstöðu við dóm Mannréttindadómstólsins.

Tveir einstaklingar, í jafnmörgum málum, vísuðu máli sínu til ME þar sem þeir voru ósáttir við æðsta dómsvald í Þýskalandi.

Dómarnir fjalla um:

A) Tveir einstaklingar eignuðust barn og báðir kröfðust að vera skráð móðir. Ástæðan er að sá sem frjóvgaði egg konunnar með sæði sínu skilgreinir sig sem konu.

 B) Í þessu tilfelli varð viðkomandi ófrísk eftir sæðisgjafa, bar barnið undir belti og fæddi. Þar sem viðkomandi skilgreinir sig sem trans-karl vildi viðkomandi vera skráður faðir.

Þjóðverjar sögðu að sá sem leggur til sæði er faðir og skráður sem slíkur. Þeir sögðu líka að kona sem gengur með barn og fæðir er móðir þess og verður skráð sem slík.

Mannréttindadómstólinn tók undir þýsku dómana. Að auki leggur ME áherslu á að vega þurfi mannréttindaákvæði á móti hvort öðru í svona málum og í þessum tilfellum er réttur barnsins til að þekkja líffræðilegan bakgrunn sinn rétthærri en foreldrana til að fá viðurkenningu á hlutverki sem þeir óska sér

ME lýkur dómum á orðunum ,,motherhood and fatherhood, as legal categories, were not interchangeable and were to be distinguished both by the preconditions attached to their respective justification and by the legal consequences which arose therefrom.”

Í Noregi var skrifað um dóminn, sjá hér.

mynd á bloggið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband