5.10.2023 | 08:01
Nú er í tísku að ekki megi kyngreina börn í bókum
Það er líka í tísku að ef slíkt er gert eiga kynin að vera jafnvíg á allt. Þannig er það ekki í raunveruleikanum. Við sem eigum börn vitum að það er munur á leik stúlkna og drengja, þó enginn stýri því. Eru það áhrif frá barnabókunum spyr ábyggilega einhver segir Jakob.
Jakob Martin Strid er bókahöfundur, skrifar m.a. barnabækur. Hann fékk skilaboð frá móður því hún telur bækur hans of karllægar. Hann svaraði móðurinni þann 26. júlí snilldarvel. Þýðing er mín.
Kæra xxx.
Takk fyrir skilaboðin.
Ástæða þess að bækurnar mínar eru að mestu um karlkyns persónur er vegna þess að ég er sjálfur karlmaður. Flestar persónurnar er hliðar af sjálfum mér sem er nauðsyn til þess til að vera ekta. Að sjálfsögðu hef ég femínískar hliðar, en þær eru frekar sýndar sem túlkun af karlmanni en kvenmanni.
Ég get ekki breytt kyni persónu, sem dæmi, tekið höfuð af dúkku og sett annað á.
Bækurnar mínar eru ekki skema sem heimurinn á að lifa eftir. Þetta er persónuleg túlkun, sem notandi velur af eða á. Barnæska mín var full af feitum frænkum og ömmum sem hekluðu, prjónuðu, bjuggu til pönnukökur o.s.frv. Þegar þær koma fram í bókunum mínum er það vegna þess að þetta er MÍN saga, MÍN barnæska, MÍN sjálfsmynd. Þetta er ekki ÞINN raunveruleiki eða sjálfsmynd dóttur þinnar. Þetta er mynd af því sem var. Það þýðir ekki að allar konur í heiminum skuli framvegis og um alla eilífð prjóna eða búa til pönnukökur.
Að mínu mati er upplifun af sjálfsmynd einfölduð og misskilið. Ég er ekki sammála foreldrum sem segja ,,Litla dóttir mín fær bara eitthvað út úr bókinni ef hún fjallar líka um litla stúlku.
Lítil stelpa getur samsamað sig við gamlan mann og öfugt.
Ég held að kjarninn í sjálfsmyndinni sé hluttekning -það er að segja samúð. Hún minnkar í hvert sinn sem við segjum og teljum að börn eigi að ,,spegla sig í einhverju sem líkist þeim sjálfum. Það er narsissísk hugmynd um sjálfsmynd sem að lokum gerir það erfiðara að skilja aðra.
Ég var mjög upptekin af Ronju Ræningjadóttur sem barn. Hún er stelpa og ég strákur- það var líf hennar og athafnasemi sem var afgerandi í þeim efnum. Mér fannst ég líkjast henni meira en karlmanninum og aðalpersónunni Birk.
Næsta bókin mín mun fjalla um 35-40 mismunandi persónur. Tvær eða þrjár konur, en afgangurinn mun fjalla um samskipti bræðra, frænda, sona og ólíkra karlvinnufélaga sem vinna saman o.s.frv. Það er bók sem er mér mikilvæg og sannarlega ekkert sem ég þarf að biðjast afsökunar á.
Ef það er einhver huggun þá er barnabókabransinn stútfullur af konum. Langstærsti hluti bókabloggara, ritstjóra, forstjórar forlaga, höfunda, teiknara og bókasafnsfræðingar eru konur. Ég er í miklum minnihluta. Prófaðu að kíkja eftir hve margar konur eru í bransanum- og gettu hve mikil völd ég hef. Hjá Gyldendal Børn&Unge sem dæmi er enginn karlmaður í starfi.
Ég held að það mikilvægast sé að muna að valdið er hjá notendum (sem, þegar um er að ræða barnabækur er líka flestar konur). Ef bækurnar mínar uppfylla ekki kröfur neytenda þá er fullt af öðrum bókum sem hægt er að kaupa.
Þó ég hafi sagt:, ,,frá nú af mun kynskiptíning vera 50/50, og bækurnar mínar verða fullar af ninja-stelpum (sem er álíka íþyngjandi og hugmyndin um húsmóður), mun það samt sem áður vera gervilegt því bókin er skrifuð af karlmanni.
Lausnin á vandamálinu - ef það er vandamál- væri að konur skrifuðu sjálfar barnabækur eins og þær halda að bækurnar eigi að vera í stað þess að krefjast þess af karlrithöfundum eins og ég sé skrifstofublók.
Það síðasta sem ég vil nefna.
Það er ofmetið því sem haldið er fram að barnabækur hafi áhrif á börn.
Það sem hefur áhrif á börn eru atferli foreldra og vina og líka hvað gerist á samfélagsmiðlum. Ég tel að hlutfall áhrifanna sé einn á móti 100. Svo ef þú vilt VIRKILEGA og í ALVÖRU gefa barni þínu möguleika á að vera sjóræningi- skaltu ekki skrifa til mín og panta kvenkyns sjóræningja. NEI, þú ættir sjálf að vera það, allavega einn dag í viku- og þú átt að sjá til þess að dóttir þín hitti kvenkyns sjóræningja. En það er erfitt er það ekki?
Kannski uppgötvar þú einn daginn að þessar karlkynspersónur séu ekki eftirsóknarverðar í raunveruleikanum. Það er AUÐVELT og vinsælt, og í tísku, að skrifa og benda á villu hjá listamanninum en það er ERFITT að breyta sér. Reyndar líka að gefa börnum sínum mikilvægustu fyrirmyndina og sjálfsmyndina: Foreldrarnir.
Ég hef ekki fengið ófáa tölvupósta frá frístunda femínistum sem auglýsa eftir kvenkyns bifvélavirkjum, slökkviliðsmönnum, iðnaðarmönnum o.s.frv. í myndabóka (störf sem þær myndu ALDREI nenna að vinna sjálfar) á meðan Instagramið er fullt af naglalakki, bakkelsi og íbúðarinnréttingum. Af hverjum haldið þið að dæturnar læri?
Góðar kveðjur,
Jakob
Innleggið frá því í sumar má finna á snjáldusíðu Jakobs.
Athugasemdir
Bækurnar eftir Enid Blyton eru mjög góð fyrirmynd. Þær hafa verið gagnrýndar því þar gegna börnin hefðbundnum kynjahlutverkum. Í þeim bókum er þó því lýst hvernig dyggðir eins og hjálpsemi og fleira geta af sér ávinning, þær hetjur sigra að lokum, en þeir sem haga sér verr fá á baukinn. Einnig hafa þessar bækur verið gagnrýndar fyrir að svonefndir minnihlutahópar séu ekki alltaf sýndir í jákvæðu ljósi. Sannleikurinn er sá að samtíminn er enn að kljást við sömu vandamálin, og þetta eru bara réttar lýsingar í þessum bókum.
Sumt bara breytist ekki. Ég hef lesið rannsóknir þar sem fram kemur munur á kynjunum frá fæðingu.
Ingólfur Sigurðsson, 5.10.2023 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.