Áfram stelpur

er laglína í lagi sem valkyrjur kyrjuðu á Íslandi fyrir áratugum. Börðust fyrir réttindum kvenna.  

Eitthvað gerðist með marga kvennahópa á liðnum árum. Hóparnir láta sig ekki varða réttindi stúlkna og kvenna eftir að lög um kynrænt sjálfræði varð að veruleika víða um heim. Nú þegja konuhóparnir og réttindi stúlkna og kvenna eru fótum troðin, í nafni mannréttinda örhóps.

Íþróttir kvenna er eitt af því sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Sérstaklega keppnisíþróttir. Sundlið Bandakíkjana hefur ekki farið varhluta af þátttöku trans-kvenna. Það vakti athygli þegar ungur maður skilgreindi sig sem konu og fór að keppa meðal stúlknanna. Hann hafði síendurtekið sigur enda líkamsstyrkur hans allt annar en stúlknanna. Ekki líku saman að jafna.

Ekki nóg með að stúlkurnar þyrftu að keppa á móti trans-konunni heldur máttu þær deila búningsklefa með viðkomandi. Horfa á kynfæri karlmanns í kvennaklefanum. Eitthvað sem margar kærðu sig ekki um. En þær skyldu láta í minni pokann.

Nú hafa stelpurnar barið í borðið og sagt hingað og ekki lengra. Þær neita að taka þátt í sundkeppnum ef trans-konan tekur þátt í kvennaflokki. Hér má sjá frétt um málið.

Ég segi bara áfram stelpur, haldið áfram að berjast fyrir kynsystur ykkar alveg sama hvaða íþróttagrein á í hlut.

Íþróttasambönd áttu aldrei að leyfa þátttöku trans-kvenna í kvennaíþróttum. Hefði mátt spara mikil leiðindi og tilfinningarússíbana allra aðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband