3.10.2023 | 09:37
Foreldrar barna með kynama í Svíþjóð hafa áhyggjur
Hittið okkur og ræðið málefnalega við foreldrana í stað þess að kalla okkur transfóbísk er fyrirsögn á grein foreldra barna með kynama (að líða ekki vel í eingin skinni) í Gautaborg skrifa.
Við sem skrifum þetta innlegg tilheyrum Genid- félaginu sem hefur enga stjórnmálatengingu, er trúlaust og laust við hugmyndafræði, félag foreldra barna og ungmenna sem allt í einu upplifa að ,,þau séu fædd í röngum líkama.
Foreldrarnir benda á að oft eru andlegir sjúkdómar undirliggjandi, tala þar um sjálfsskaða, ADHD, einhverfu, átraskanir, áföll, o.fl. Allt veikindi sem þarfnast annars konar umönnunar.
Markmið foreldranna er að ungu fólki með kynama sé mætt með hreinskilni, varúð og að umönnun þeirra, eins og öll önnur umönnun, sé gagnreynd. Við elskum börnin okkar og viljum þeim það besta.
Við höfum lengi velt því fyrir okkur hvers vegna trans aðgerðasinnar og bandamenn þeirra hafi meiri áhyggjur af því að fordæma samtökin og okkur sem foreldra en að svara okkur í málefnalega.
Með því að láta áhyggjur sínar í ljós hafa tíu meðlimir greint frá áhyggjum þeirra vegna viðbragða heilsugæslunnar og skólans því foreldrar hafa ekki með beinum hætti staðfest kynvitund barnsins. Sumir voru sviptir umsjá barnsins á tímabili. Þetta gerðist áður en heilbrigðis- og velferðarráðuneytið breytti leiðbeiningum sínum úr þeirri umönnun ,,sem ætti að veita í ,,má í undantekningatilfellum veita innan ramma klínískrar rannsóknar.
Mikilvæg sambönd ástríkra foreldra, systkina, ættingja og vina hafa skaddast verulega vegna þeirra hugmyndar að hver sá sem samþykkir ekki strax og skilyrðislaust kynvitund barns séu hatursfullir og með transfóbíu sem ,,neitar tilvist transfólks.
Hvað segjum við börnunum okkar eftir 10 ár ef við þegjum núna og þau draga okkur til ábyrgðar fyrir þöggunina?
Foreldrar barna með kynama krefjast umönnunar á börnum sínum sem eru öruggar og gagnreyndar. Þeir vilja líka umræður um málaflokkinn.
Jannika Häggström, talsmaður samtakanna Genid.
Hér má lesa innleggið í Gautaborgarpóstinum sem er mun lengra en það sem ég þýddi hér að ofan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.