1.10.2023 | 10:14
Athyglisverð þróun
Sama gerist víða um vestrænan heim, líka hér á landi. Í Kanada hafa menn risið upp á afturlappirnar og mótmælt. Þar hafa þau staðið lengi yfir þó íslenskir fjölmiðlar hafi ekki sýnt því áhuga og gera ekki enn. Laglína er notuð í baráttunni ,,Látið börnin vera."
Norskir foreldrar hafa stofnað foreldrafélag. Grein um málið sem birtist eftir mig fyrir nokkru fór fyrir brjóstið á einhverjum hér á landi. Vitundarvakning er meðal foreldra og annarra um hvað er raunverulega að gerast.
Hér á landi hafa foreldrar mætt andstöðu yfirvalda, Heimili og skóla, Barnaheilla, skólastjórnenda, kennara og fleirum ef þeir mótmæla námsefni sem notuð er í kynfræðslu barna sem á ekki við um aldur þeirra. Manni sýnist samræming um ógeðfellt námsefni hafa náð tökum á skólakerfinu víða.
Ég segi bara áfram foreldrar, verndið börnin ykkar, það er ykkar hlutverk.
![]() |
Mótmæla kynfræðslu í grunnskólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.