Skólastjóri Rimaskóla kemur á óvart

Sérúrræði fyrir trans fólk á að vera skylda, ekki val í sundlaugum og einkarýmum kynjanna. Við eigum ekki að bjóða fólki upp á að baða sig með ókunnugum af gagnstæða kyninu, þó það skilgreini sig trans. Það er ekki boðlegt. Hvað þá ungum börnum.

Hvet öll sveitarfélög til að finna úrræði þannig að börn, og reyndar allir, fái að vera í frið frá gagnstæða kyninu í klefum á leið í sund. Tilfellið í Rimaskóla ætti að vera víti til varnaðar.

Af hverju velur trans-kona með kynfæri karlmanns að baða sig með stúlkum á leið í skólasund?

Þóranna Rósa Ólafsdóttir skólastjóri virðist ekki líta á trans-konu með kynfæri karlmanns sem karlmann. Er fólki viðbjargandi, spyr bara. Er sá skólastjóri hæfur, spyr bara. Veit Þóranna Rósa hvað kona er, velti því fyrir mér. 

Auðvitað er karlmaður með kynfærin undir sér karlmaður, þó hann skilgreini sig sem trans konu. Þess vegna ber hann hugtakið trans-kona. 

Auðvitað átti skólastjórinn að benda á að þetta kæmi ekki fyrir aftur og vinna þannig í málinu að það komi börnunum vel. Líka með foreldrum. Ljóst að brotið var á blygðunarsemi barnanna.

Stjórinn brýtur regluna að bera hag nemenda fyrir brjósti. Hefðu stúlkurnar hitt karl á skólalóðinni sem beraði bossann yrði allt vitlaust. En í búningsklefa má sýna allt, ekki bara bossa. 

Sundlaugavörðurinn er skynsamari en stjórinn, í fréttinni segir segir að þeir megi ekki neita trans-fólki að baða þar sem þau vilja. Vonandi verður breyting á eftir þetta ömurlega tilfelli. Stúlkur höfðu þennan rétt, að baða án aðkomu gagnstæða kynsins. Lögin sem tóku það af þeim þarf að laga. Vörðurinn vísar til Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar en þar á bæ segja menn  ,,...þar sem vísað er í lög um kynrænt sjálfræði og því ekkert sem að starfsfólk geti gert til að hindra karlmenn sem skilgreina sig sem konur að nota kvennaklefann, þrátt fyrir að vera með karlkyns kynfæri."

Hvar eru mannréttindi stúlknanna að baða í einkarými kvenna?

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra sem barðist fyrir lögunum sem fjarlægja réttindi kvenna.

Eva Hauksdóttir lögmaður kom með lausn, píku og typpaklefa. Ef þú ert með annað tveggja ferðu í þann klefa. Hugmynd.

Settu þig í spor níu ára stúlku sem hittir trans-konu með kynfæri undir sér. Hvað er verið að bjóða þeim?

Hvað með stúlkur sem hafa lent í kynferðislegu ofbeldi? Eiga þær að sætta sig við þetta? 

Hvort eftirmálar verði af þessu leiðindaatviki kemur væntanlega í ljós. Samkvæmt minni siðferðiskennd þarf borgin að endurskoða málið með stúlkur og konur í huga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband