29.9.2023 | 09:03
Gerðist hér á landi, barnungar stúlkur í baðklefa þegar trans-kona með kynfæri karlmanns mætti
Viðbrögð stúlknanna eru dæmigerð viðbrögð ungra stúlkna við að sjá kynfæri karlmanns, hlægja og skríkja, kalla það er kall í klefanum. Er við öðru að búast. Stelpur og konur áttu sem betur fer því láni að fagna að geta afklæðst án viðveru karlmanna, allt þangað til lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Sama með karlmenn í karlaklefa, gátu afklæðst án viðveru kvenna.
Það sem gerðist næst var að skólastjóri skólans tók stelpurnar á teppið. Hugsið ykkur, ungar stúlkur teknar á teppið af því það var eins og þær sögu kall í klefanum. Stúlkurnar fengu skammir frá skólastjóra sem hafði fengið kvörtum vegna viðbragða þeirra.
Umsjónarkennari stúlknanna lætur vonandi velferð þeirra á skólatíma sig skipta og gengur í málið með foreldrum. Svona uppákoma á ekki endurtaka sig.
Bloggari vonar að foreldrar stúlknanna leiti réttar síns gagnvart skólastjóranum og borginni. Það hljóta að vera til lög, s.s. barnaverndarlög sem ná lengra en réttur trans-einstaklings til að mæta í einkarými gagnstæða kynsins. Reykjavíkurborg, þar sem þetta óhapp gerðist, tekur lögin um kynrænt sjálfræði fram yfir rétt stúlknanna óski trans konan að fara í kvennaklefann.
Bloggari hafði áhyggjur af að þessi staða kæmi upp í sveitarfélögum landsins. Sendi fyrirspurn til að kanna hvaða úrræði eru í boði svo hlífa megi stúlkum og drengjum við gagnstæða kyninu í einkarými s.s. sundklefa. Misjöfn svör frá ólíkum sveitarfélögum.
Sveitarfélög leysa málið á ólíkan hátt, en flestir þannig að allir beri höfðuðu hátt. Undantekningatilfelli er sveitarfélög eins og Reykjavík.
Margt trans-fólk vill ekki fara í búningsklefa gagnstæða kynsins, því líður betur í sérúrræði sem er vel. Það ætti að vera regla, en ekki undantekning, í kynjuðum einkarýmum á að aðgreina trans-einstaklinga frá körlum og konum. Þá líður öllum vel.
Á veitingastöðum og börum, í útlandinu hið minnsta, hafa sérklósett kynjanna horfið að mestu. Þessi veitingamaður er ekki á því og nýtur mikilla vinsælda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.