28.9.2023 | 13:29
Atli Þór Fanndal ræddi við Frosta Logason, hann fór rangt með,
eða hann veit ekki betur,þegar hann sagði Samtökin 22 ekki berjast fyrir samkynhneigða. Ég undraðist. Samtökin hafa barist fyrir lesbíur sem dæmi. Brotið má heyra hér.
Er ekki í áskrift á Brodkast en kannski hefur Atli Þór tíundað þau réttindi sem samkynhneigðir hafa ekki hér á landi en aðrir hafa sem Samtökin 22 eiga að berjast fyrir.
Þegar barist er fyrir réttindum er það til að ná sömu réttindum og aðrir þegnar, ekki forréttindum. Eftir því sem ég best veit hafa sam- og tvíkynhneigðir og trans-fólk aðgang að:
- Allri heilbrigðisþjónustu.
- Menntakerfinu eins og það leggur sig.
- Vinnumarkaðnum.
- Bjóða sig fram til félags- og trúnaðarstarfa.
- Kirkjum landsins og trúarfélögum.
- Veitingastöðum og börum.
- Bjóða sig fram til Alþingis og bæjarstjórna.
- Taka þátt í öllum kosningum í landinu.
- Blóðgjöfum.
- Húsnæðismarkaðnum.
- Fjárfestingamarkaðnum.
Mér yfirsjást kannski einhver réttindi sem Atli Þór veit um og telur nauðsynlegt að Samtökin 22 ættu að taka fyrir.
Af hverju ættu samkynhneigðir ekki að falla undir sömu réttindi og skyldur og aðrir. Menn bera það ekki utan á sér að þeir séu sam- eða tvíkynhneigðir. Hins vegar finnst mér eigin tilkynningarskylda hjá þessu fólki á kynhneigð undraverð. Sama með fjölmiðla, þegar þeir draga kynhneigð fólks fram í dagsljósið eins og þetta sé eitthvað merkilegt. Alti kann kannski skýringar á þörf margra samkynhneigðra og trans-fólks að flagga kynhneigð sinni.
Þegar barátta trans-fólks er annars vegar er um allt annað að ræða. Sá hópur herjar á samkynhneigða, sérstaklega lesbíur, og þar hafa Samtökin 22 látið heyra frá sér. Trans-konur eru karlmenn sem skilgreina sig sem konur. Það virðist bera þó nokkuð á að karlarnir skilgreina sig svo sem lesbíur og vilji aðgang að stefnumótasíðum lesbía og komast í ból þeirra. Það vill engin lesbía konu með kynfæri karlmanns enda ekki kona. Virðist fara fyrir brjóstið á mörgum trans-konum.
Atli Þór ræddi þetta ekki meðan ég heyrði. Svo Atli Þór fer ekki rétt með, Samtökin 22 berjast fyrir að viðhalda réttindunum lesbía. Fá að vera í friði fyrir karlkynskynfærum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.