12.9.2023 | 20:31
Foreldrafélag grunnskóla á Vesturlandi beitir skoðanakúgun
Foreldri benti á að það hefði sent inn lýsingar námsefnis úr bókinni ,,Kyn, kynlíf og allt hitt með spurningum um hvort fólk væri sátt með þetta. Færslan fór á snjáldursíðu foreldrafélags grunnskóla.
Ekki leið á löngu þar til færslunni var eytt út án skýringa.
Þetta sýnir glöggt hvers konar skoðanakúgun er í gangi af hálfu fólks sem hugnast ekki að ræða málið af einhverri alvöru. Hér má lesa gagnrýni á námsefnið, ekki að ósekju. Foreldrar í foreldrafélaginu ættu frekar að hvetja til umræðu en þagga hana.
Af hverju má foreldri ekki segja frá námsefni og óska eftir umræðum um það sem hann og margir aðrir foreldrar eru ekki sáttir með. Dónaleg og óvirðandi athugasemdum er sjálfsagt að eyða út.
Fulltrúar foreldrafélags sem stunda skoðanakúgun eru ekki á réttum stað og þeir sem fyrir félaginu fara ættu annað tveggja, opna umræðuna ellegar fara sem forsvarsmenn foreldrafélags. Framkoma þeirra sýnir að þeim er ekki treystandi fyrir forystunni.
Hvet fulltrúa foreldrafélagsins til að lesa þetta.
Athugasemdir
Það er ekki skoðanakúgun þegar efni sem brýtur í bága við landslög og reglur facebook er fjarlægt. Það er bannað að setja höfundarvarið efni á facebook, sem og aðrar síður. Og kennari sem telur þannig ritstuld vera í lagi er ekki í réttu starfi.
Vagn (IP-tala skráð) 13.9.2023 kl. 01:18
Veit allt um það. En eigi efni heima í kennslubók barna hlýtur það að telja skoðanakúgun að fjarlægja það fyrir fullorðna. Nei það er ekki bannað ef þú tiltekur heimildina og hvaðan efnið er tekið.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2023 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.