Fimmtíu gráir skuggar og Langholtsskóli

Þegar bókaröðin 50 gráir skuggar kom út varð uppi fótur og fit víða um heim. Sama með myndirnar. Bækurnar þóttu sýna gróft kynlífsblæti sem hluti mannskynsins stunda, sennilega fáir miðað við hausatölu. Hér á landi vilja ákveðnir menn kalla BDSM blæti kynhneigð (já þú last rétt, kynhneigð) sennilega til að styrkja stöðu sína innan trans Samtakanna 78.

BDSM er kynlífsathöfn þar sem undirgefni annars aðila er aðalhlutverkið, með samþykki, bindingar, ólar, svipur, leðurfatnaður, grímur, binda fyrir augun og hvað annað sem maður getur nefnt sem tilheyrir kynlífsleikjunum. Mörgum finnst þetta ógeðfellt blæti á meðan aðrir dýrka það. Svona er það með flest blæti. Eitt er víst, þetta er ekki fyrir börn frekar en dragdrottningar.

Undanfarna daga hefur mynd af veggspjaldi flogið um samfélagsmiðlana sem skólastjóra Langholtsskóla finnst svo smart að hafa upp á vegg. Hvernig hún réttlætir það veit ég ekki. Börn á aldrinum 6-16 ára í Langholtsskóla og öðrum skólum þar sem veggspjöldin hanga uppi geta farið á netið til að fræðast um kynlífsblæti fullorðna. Er það í verkahring skólastofnunar að auglýsa sérstakt kynlífsblæti fyrir börnum? Er það í verkahring skólastjóra? Er það í verkahring kennara? Svari hver fyrir sig.

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir starfar í Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar (sem boðar trans-málefnin af fullum krafti) segir í leiðbeiningum sínum um hvernig eigi að tala við börn um klám ,,Rannsóknir sýna að því yngri sem börn eru þegar þau verða fyrir því að sjá klám í fyrsta sinn því meiri líkur eru á að þau upplifi vanlíðan.“ BDSM er klám í augum margra og því undarlegt að grunnskóli haldi fram við börn að það sé kynhneigð. Reykjavíkurborg skartar sama veggspjaldi og Langholtsskóli á vef borgarinnar.

Það er engum blöðum um það að fletta að skólastjóri Langholtsskóla fór yfir strik velsæmisins gagnvart börnum. Segja má að í svona leyndum skilaboðum, sem eru á veggspjaldinu, felist ofbeldi. Auðvitað á stjórinn að standa fyrir svörum um það. Ekki bara fyrir foreldrum heldur almenningi og skólayfirvöldum.

Af hverju ágæti skólastjóri finnst þér nauðsynlegt að kynna BDSM-blæti fyrir börn sem ganga í Langholtsskóla?

Kristján Hreinsson skáld skrifaði góðan pistil á snjáldursíðuna sína í gær. Hvet ykkur til að lesa. Hann vill ganga lengra og stofna samtök.

Foreldrasamtök voru stofnuð í Noregi, þau vilja staðreyndakennslu í skólum ekki hugmyndafræði. Foreldrar streyma inn í félagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband