2.9.2023 | 08:39
Stofnuðu foreldrasamtök í Noregi til að mótmæla trans-væðingu barna
Tvær mæður tóku sig saman og hafa nú stofnað foreldrasamtök gegn þeirri trans-væðingu sem tröllríður norska samfélaginu og í skólakerfinu. Þær eru ósáttar við fyrirkomulagið á kynfræðslu yngri barna. Þær vilja ekki að börn þeirra alist upp við, eða logið sé að börnunum í skólanum, að kynin séu fleiri en tvö. Skiljanlega, hver vill láta ljúga að börnum sínum í menntastofnun!
Allt byrjaði þetta þegar sonur Helén Rosvold Andersen kom miður sín heim eftir að kennari hafði sýnt þeim mynd sem er óviðeigandi fyrir ung börn. Börnin eru í þriðja bekk. Myndin fjallaði um sjálfsfróun og fullnægingu. Önnur móðir hringi í Helén til að kanna áhrif myndarinnar á son hennar. Móðirin sagði sinn son vera miður sín og hefði sagt að aðrir drengir hefðu grátið.
Helén óskaði eftir að sonur hennar sæti ekki tíma á meðan svona fræðsla færi fram en fékk þrívegis neitun. Eftir það tók hún son sinn úr ríkisskólanum og setti í einkaskóla.
Helén segir að stofna þurfi foreldrasamtök til að vinna gegn þessari þróun. Það verður að fá þessa hugmyndafræði út úr skólanum. Kyn er ekki eitthvað sem maður getur valið. Við byggjum kennsluna á líffræði ekki hugmyndum segir Helén. Viðtal við hana, sjá hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.