26.8.2023 | 08:29
Greinin ógurlega sem segir sannleikann
Grein eftir mig birtist á vordögum. Olli miklu fjaðrafoki án þess að nokkur svarið henni efnislega. Nornaveiðar, m.a. meðal kennara. Greinin varð til þess að lögfræðingur skrifaði grein.
Í greininni ógurlegu segir m.a. ,,Hef lesið að Samtökin 78 bendi á að hormónablokkandi lyf séu nánast skaðlaus, þvert á vitneskju sérfræðinga sem hafa hver á fætur öðrum stigið fram. Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 skrifaði það í grein sem Vísir.is birti. Hormónablokkandi lyf hafa verulegar afleiðingar fyrir börn, skemma þau til lífstíðar. Með málflutningi sínum finnst mér allt benda til að Samtökin gerist brotleg við ... stefnir heilsu barnsins og þroska í hættu boði þau þennan boðskap í fræðslu sinni til skólabarna." Fékk víða bágt fyrir þessi orð mín, m.a. frá stjórn Kennarasambands Íslands með forkólfinn Magnús Þór Jónsson í fararbroddi.
Í ljósi þess að læknar víða um heim hafa hætt notkun hormóna- og krosshormónalyfja á börn verða Samtökin 78 að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Biðjast afsökunar á fáfræði sínu og rangfærslum. Skemmdir á börnum vegna lyfjagjafanna hefur lengi legið fyrir.
Danskir læknar hafa gefið út skýrslu um notkun lyfjanna en meðferðin er ekki gagnreynd og hefur aldrei verið. Lyfjameðferð veldur meiri skaða en hún gagnast. Enginn tilgangur með slíkri meðferð. Þessar tilraunameðferðir á börnum eru til skammar. Skoða má hér.
Allar norðurlandaþjóðirnar hafa tekið sig saman í andlitinu til að vernda börnin. Lögð er áhersla á gagnreyndar meðferðir, samtalsmeðferðir hjá sálfræðingum verði í boði. Við eigum langt í land með að ná því hér á landi. Í Noregi tóku yfirvöld lækningaleyfi af trans-lækninum Esben Esther Pirelli Benestad, hann virti ekki mörk og hann skaðaði börn án umhugsunar. Andstæðingar hormónalyfjagjafa og skurðaðgerða á börn fögnuðu, skiljanlega.
Þingmenn hér á landi samþykktu bælingarfrumvarp á vorþingi. Í frumvarpinu kemur skýrt fram að lyfjameðferð er bönnuð þar sem meðferðin er ekki gagnreynd. Lögin taka gildi 1. janúar 2024. Í lögunum segir að kæra megi þann sem beitir ógagnreyndum meðferðum. Ljóst að læknar hér á landi eiga yfir höfði sér kæru ef þeir nota hormóna-og krosshormóalyf á börn. Þeir sem vilja vernda börn frá því að skemma líkama sinn á unglingsárum, og gera sig ófrjóa, fögnum því.
Þingmenn tóku fram fyrir hendur foreldra sem halda að það sé barninu fyrir bestu að skemma líkama þeirra. Þetta foreldri fór flatt á því. Vill eitthvert foreldri að barnið sitt gangi í gegnum slíka meðferð, mér er spurn.
Nú þurfa þessar þjóðir að vinna markvisst að fella lögin um kynrænt sjálfræði úr gildi svo stúlkur og konur endurheimti réttindi sem þær hafa barist fyrir undanfarna áratugi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.