24.8.2023 | 09:56
Danir pynta enn börn í nafni hinsegin mennskunar
Snjáldurvinur minn Ulf skrifaði á vegginn sinn að ,,352 börnum væri vísað í meðferð vegna kynama árið 2022. Aðeins 22 voru send áfram á kynskiptistofu. Aðeins 7 fengu hormónameðferð.
Heilbrigðisráðherra finnst það jákvætt að aðeins 2% af þeim sem vísað var í hormónameðferð fá hana.
Mér finnst það enn of mörg ung börn.
Svo skil ég ekki að kynskiptistofan hefur upplýst að 22 börn fengu hormónameðferð þegar ráðherrann segir 7?
En það jákvæða er að kynstofan gefur ekki lengur 65% af þeim sem koma til þeirra hormóna eins og var í 2018, sem var toppurinn.”
Í fréttaskoti sem Frosti Logason sýnir í spjallinu sínu hér, er frétt frá Ruv frá 2021 þar sem segir að 42 börn séu í meðferð hjá transteymi BUGL og tvö bæst við á þessu ári. Rúmlega 80 börn hafa farið í gegnum meðferð undanfarin 10 ár. Eins og í útlöndum, stelpur í meirihluta eða 75% af þeim sem fara í meðferð. Aðrir andlegir kvillar hrjá flest börnin sem fá meðferð á kynþroskaskeiðinu. Það segir í frétt Ruv og passar við það sem útlenskir sérfræðingar segja. Einhverfa er áberandi.
Danir hafa barist fyrir að börn fái greiningu og aðstoð við andlegum kvillunum sem hrjá þau áður en farið þau stökkva á trans-vagninn. Dropinn holar steininn og hefur umræðan þar í landi bjargað mörgum börnum frá skemmdum á líkama sínum. Vonum að sama þróun eiga sér stað hér á landi. Barn sem fer í hormónameðferð getur vænst þessa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.