20.8.2023 | 09:58
Forboðni ávöxurinn samkvæmt trans-genginu
er aðgengilegur á netinu.
Formaður Samtaka 22 hélt erindið Samfélagsmiðlar. Hvað gerðist? Hvert eru við komin. Sjá hér.
Þetta er áhugaverður fyrirlestur um söguna, þróunina og hvað er gert í dag. Mjög upplýsandi. Hann talar um áhrif samfélagsmiðla og hvernig þeir hafa áhrif.
Tonje Gjevjons er norsk lesbía og listamaður. Hún fer yfir skoðun sína á í transmálaflokknum og sérstaklega í tengslum við lesbíur. Hún bendir á hótanir sem lesbíur hafa mátt þola, haturspósta og fleira. Tonje talar um að réttur lesbía til að hittast og njóta samvista hvor við aðra er nánast úr sögunni. Tonje sagði frá kærunni sem hún fékk á sig og hvernig vannst úr henni. Hlustið hér.
Átakanlegt að heyra hvernig maki hennar leið fyrir baráttu hennar, allt trans-gengjum að þakka.
Síðasti fyrirlesturinn kemur inn síðar. Hvet fólk til að hlusta og fræðast.
Einn úr trans- genginu rökstyður af hverju stöðva átti málþingið.
Logn Yndu:
Mér finnst mjög skrítið að leggja til að við eigum öll bara að samþykkja að hættulegir fasistar séu að koma til landsins og við eigum bara að leifa þeim að koma og gera sitt í friði. Ég skil að þú hefur áhyggjur vegna ástandinu í uk en það er ekki alveg hægt að bera saman samfélagsandan í UK og á Íslandi.
Afhverju hvetur þú fólk að hafa ekki samband við staðinn og setja pressu á þau að úhýsa þessa samkomu? Það er hættulegra að leifa þeim að hittast og gera sitt movement sterkara hér á landi heldur enn að stöðva viðburðinn frá því að gerast.
Þau eiga skilið að vera 5 í litlu húsasundi röflandi sín á milli. Þau eiga ekki að fá virðingu frá okkur.
Fjölmiðlar munu fjalla um þetta ef þau vilja, sama hvað við gerum.
Hvað er hættulegt við að fólk hittist til að fjalla um málefni samkynhneigðra, samfélagsmiðla og mannréttindi, svari hver fyrir sig. Trans-gengið hefur svarað, sjá hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.