Úbs! Lesbía gerði lesbíu ólétta í kynlífsathöfn

Eins trúverðugt og það hljómar þá passar það auðvitað ekki. Álíka trúverðugt og að Guð hafi gengið á vanti eða að jörðin sé jafn heit og sólin.

Lögreglan á Spáni þurfti að fara að lögum um kynrænt sjálfræði. Karlmaður sem dæmdur var fyrir ofbeldisbrot kvaðst í fangelsinu vera kona og tók upp kvenmannsnafn. Fékk síðar flutning í kvennafangelsi og sagðist vera lesbía. Upphófust kynlífsathafnir í baðklefanum þar sem trans-konan notaði typpið. Viti menn ein konan varð ólétt eftir ,,lesbíu.“ Segja má að kraftaverk hafi orðið í fangelsinu.

Það er ekki líffræðilegur möguleiki á að lesbía geri aðra lesbíu ólétta. Til þess vantar XY-litninga. Þá kemur til sögunnar gervi-kona sem segist vera lesbía og lögin segja að menn verði að trúa slíkri þvælu. Mönnum fannst nóg um í fangelsinu og færðu karlinn aftur þar sem hann á heima, í karlafangelsi. Fleiri óléttir kvenfangar voru ekki æskilegir.

Hér má sjá umfjöllun um karlinn sem vildi komast í kvennabúrið.

Samtökin 22 eru með áhugavert málþing á morgun, laugardaginn 12. ágúst. 

Einn fyrirlesarinn er Tonje Gjevjon listamaður, kona og lesbía. Hún var kærð fyrir að segja hið augljósa. Karlmaður getur ekki verið lesbía. Þetta særði tilfinningu einhvers sem sá ástæðu til að kæra hana til lögreglu.

Sem betur fer vinnur skynsamt fólk innan norsku lögreglunnar og kæran felld niður. Tonje segir frá reynslu sinni. Viða um heim berjast lesbíur fyrir tilverurétti sínum án aðkomu trans-kvenna sem bera kynfæri og litninga karlmanna.

Málþingið hefst kl. 11:00. Kostar ekkert inn en samtökin taka við frjálsum framlögum.

Hér má sjá auglýsingu á viðburðinn.

Hér má lesa um Tonje Gjevjon.

 

regnbogakonur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband