Mæður í Danaveldi láta í sér heyra vegna kynlausra salerna og nauðgana

Félagið Mamma í Danmörku skrifar á snjáldursíðuna sína, lauslega þýðing er mín.

Nauðgun á klósettum

Á að gera kröfu um sérstök klósett fyrir konur á hátíðum?

Það er í tísku að kvennaklósetti megi ekki vera bara fyrir konur og stelpur, en allir hafa aðgang að þeim vegna kröfu um kynleysi.

Kannski ætti að herða reglurnar. Kynhlutlaus klósett skapar ótta meðal kvenna og stúlkna.

Nú síðast á hátíðinni ,,Bork festival” varð 14 ára gömlu barni nauðgað 5. ágúst 2023 þegar hún var að yfirgefa klósettið. Þegar hún opnaði var hún þvinguð inni og nauðgað af manni sem lögreglan leitar. Þetta gerðist um sjöleytið að kvöldi til, við útiklósett. 

Oft eru þessi útiklósett ekki sérstaklega merkt konum. Þess vegna getur maður stillt sér upp fyrir framan dyrnar og beðið eftir þolanda sínum á meðan hún fer á klósettið, eins og þessi maður gerði.

Hér lýkur skrifum félagsins Mamma.

Ég tek heils hugar undir kröfu mæðra að kynskipta eigi klósettunum. Þetta er afsprengi fámenns öfgahóps sem vilja ekki að konur hafi sér klósett. Hinsegin samfélagið hefur farið með látum til að láta breyta þessu og nú hafa alls kyns menn aðgang að konum á klósettum víða um heim. Þökkum baráttu þeirra þessa nauðgun.

Hér má lesa um kynlaus klósett.

klósettvang, bloggið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki hvað kynsikift klósett hafa með nauðganir að gera, man hinsvegar eftir að kvennfólk flölmennti á karlaklósettið í skoðunarferð. Þannig var oft kraðak af kvennfólki þar sem lítið var um privacy.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.8.2023 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband