Þjóðin rumskar rétt eins og eldfjöllin

Við höfum sofið á verðinum gagnvart málefnum sem skekur samfélagið. Dvali hefur einkennt okkur. Hluti þjóðarinnar vaknaði, vonandi ekki of seint. Hinir koma kannski síðar. Málaflokkar sem ganga út á að skerða réttindi kvenna og stúlkna, í orði og á borði er staðreynd. Hér er ég að tala um trans-væðingu og breytingu tungumálsins með handafli. Blaðamenn sofa enn og hafa ekki dug í sér að ræða trans-málaflokkinn nema sem glansmynd. Hvort þessi stétt rumski verður fróðlegt að fylgjast með. Fréttamenn ættu að taka Litla-Hrút sér til fyrirmyndar.

Þeir sem hafa sig frammi um málaflokkinn á lýðræðislegan hátt mæta ótrúlegri framkomu fólks. Það má sjá hér, hún hefur fengið að finna fyrir því. Sem betur fer hafa þeir ekki náð að þagga niður í konunni. Tjáningarfrelsi þeirra sem tjá sig er skert. Stjórnmálamenn eru þar fremstir í flokki. Líka hér á landi. Þeir setja lög. Nú á að múlbinda fólk sem vill tjá skoðanir sínar sem fara ekki saman við trans-væðingarhópa heimsins.

Fólkið sem vill ekki lýðræðislega umræðu svarar sjaldan ef nokkurn tímann spurningum eða rökum annarra. Hér má sjá gott dæmi um það.

Stjórnmálamenn hafa skrumskælt kvennaorðin. Leghafi er orð sem á við um konur sem eru ófrískar í frumvarpi um fóstureyðingar. Fæðandi einstaklingur, er kona í fæðingu. Karlmenn fæða ekki börn svo breyting af þessu tagi er óskiljanleg og niðurlægjandi. Orðið einstaklingur er notað um konu sem gefur barni sínu brjóst. Karlmaður getur ekki gefið barni brjóst svo þessi orðskrípaleikur er óskiljanlegur. 

Ráðherra heilbrigðismála stóð í pontu og niðurlægði konur, enginn kona á þingi tók til máls konum til varnar. Hann talaði um leghafa í stað þessa að nota orðið kona eða konur. Þingkonur eiga hver og ein að skammast sín fyrir að bregðast konum landsins.

Íþróttir kvenna eru í hættu. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að hafa kvenna- og karlaflokka. Engum dytti í hug að láta 9 ára stráka spila fótbolta við 14 ára stráka og kalla það keppni á jafnréttisgrundvelli. Líkamsstyrkur karlmanna er annar og meiri en kvenna. Engri konu dytti í hug að skilgreina sig sem karl og skrá sig í handboltalið karla. Líkamsburðir ólíkir og styrkur. 

Þegar fólk er spurt út í þetta galar það eins og vitleysingar, mannréttindi. Mannréttindi eins hóps (kvenna) má brjóta á bak aftur til að þóknast trans-konum og trans-aðgerðasinnum sem vilja stunda kvennaíþróttir. Eitthvað skrýtið við þá afstöðu.

Fjöllin rumska hvert af öðru. Skjálftarnir bera þess merki. Nú vona ég að mannfólkið vakni hvert af öðru og ræði málaflokka sem skipta máli í samfélaginu. Tjáningarfrelsið er mikilvægt, nýtum það.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband