19.7.2023 | 21:09
Ágætu Gulli og Heimir (og annað fjölmiðlafólk)
Gulli og Heimir fengu trans-konuna Örnu Magneu Danks í viðtal við sig í júní mánuði. Eftir viðtalið stóðst ég ekki mátið og sendi þeim félögum línu. Ekkert hefur heyrst frá þeim. Ekki hissa, enginn fjölmiðlamenn vilja ræða transmálaflokkinn af alvöru.
Svona hljómaði bréfið til þeirra, með leiðréttum innsláttarvillum sem því miður læddust með:
Hlustaði á viðtal ykkar við Örnu Danks. Þið fallið í sömu gryfju og flestir sem fjalla um málið, einhliða málflutningur. Hvet ykkur til að bjóða einhverjum sem Arna kallaði hatursfulla í garð trans-fólks í heimsókn.
Á snjáldursíðunni er til hópur sem heitir Barátta XX-Kvenna fyrir öryggi. Þar er sett inn efni víðs vegar úr heiminum þar sem konur reyna að verja réttindi sín. Konum víða um heim finnst öryggi sínu ógnað af trans-konum (karlmönnum sem skilgreinir sig sem konu), s.s. í búningsklefum, íþróttum, fangelsum og salernum.
Í Noregi hafa umræður verið leyfðar í fjölmiðlum- öfugt við hér. Sama í Danaveldi. Einhliða málflutningur af trans-málefnum er hér á landi. Þetta vitið þið. Einstaka grein sleppur í gegn. Þið sögðu að þetta færi aðallega fram á samfélagsmiðlum, það er ástæða fyrir því. Fjölmiðlar leyfa enga umræðu um málaflokkinn eins og þið sýnduð í morgun. Sama má segja um dálkinn Umræðan á Vísi.is, þar má ekki birta neitt sem hyllir ekki trans-málaflokkinn. Staðreyndir má ekki ræða þar. Allt í nafni hatursorðræðu!
Ég saknaði þess að þið spyrðuð Örnu út í hvaða áhrif hormóna- og krosshormónalyfjagjafir hafi á barn, hvaða skemmdir eru unnar á heilbrigðum líkama. Hvaða áhrif það hefur á ungar stúlkur þegar trans-kona vinnur í íþróttum s.s. sundið sem hefur verið til umfjöllunar. Arna hefur gefið út opinberlega að trans-konur eigi að taka þátt í kvennaíþróttum. Saknaði þess að þið spyrðu hvort henni finnst í lagi að hópur ungra stúlkna í klefa í sundlaug þurfi að sætta sig við að trans-kona (með allt undir sér) mæti í klefann. Að trans-konur mæti á salerni kvenna. Fangelsi. Að þið spyrðu hvort henni finnist eðlilega að segja ungum börnum að til séu fleiri kyn en tvö, að þið sem feður hefðuð getið ykkur til um kyn barna ykkar o.fl. í þeim dúr.
Það sem þið gerðuð í þessu viðtali varpar engu ljósi á þá baráttu fólks gegn þessum hluta málaflokksins og hefur ekkert með trans-fólk, einstakling, að gera heldur þau réttindi sem trans-fólk fær og vill á kostnað annarra.
Breyting á tungumáli er annað, að kalla fæðandi konur sem fæðandi fólk er lítilsvirðing við konur. Að halda fram að trans-maður geti átt barn er lítilsvirðing við konur, enginn annar en kona getur gengið með barn. Að halda fram að trans-kona sé lesbía er vanvirðing við konu. Að kalla konu leghafa til að þóknast örlitlum minnihluta svo þeir móðgist ekki er vanvirðing við konur. Að venjast tunga um tönn þegar útskýra á hvað kona sé er líka vanvirðing við konur.
Barátta homma og lesbía var á annan hátt, þau vildu ekki hafa réttindi af neinum eins og trans-hreyfingar í dag. Vissulega þungur róður en það tókst. Nú eru trans-hreyfingar á góðri leið með að eyðileggja það sem hafði áunnist. Um það getið þið fræðst. Katheen Stock er nýjasta dæmið. Talandi um hatur, ekki fólksins sem mótmælir heldur trans-aðgerðasinnar.
Já drengir mínar það er margt sem þið spurðuð ekki. Heyrði annan ykkar segja að um þekkingarleysi okkar hinna sé um að ræða. Hvet ykkur til að skoða krækjurnar hér að neðan, mikill fróðleikur sem varpar ljósi á um hvað baráttan fjallar. Hér má sjá fólk í Kanada sem hefur fengið nóg af áróðri trans-hreyfingarinnar í skólum landsins.
Hafi þið áhuga get ég sent ykkur annað eins af krækjum þar sem fólk lýsir áhyggjum sínum af málaflokknum, þeirri gífurlegu aukningu unglingsstúlkna í transferli, trans-væðingu í skólakerfinu, öryggi kvenna í kvennarýmum, lyfjagjafir og skurðaðgerðum barna sem er tilraunastarfsemi. Ekki er um gagnreyndar meðferðir að ræða.
Enginn blandar sér í hvað fullorðið fólk gerir. Enginn setur út á það líf sem fólk velur sér, það eru börnin. Fyrir þessa afskiptasemi kallar trans-hreyfingin fólk hatursfull og með fordóma. Hatur?
Vissulega er baráttan aðallega í útlöndum, en það sem gerist fjarri okkur kemur hingað. Það sem Samtökin 78 og hins segin samfélagið gerir er að snúa þessu upp í hatur, fordóma, þekkingarleysi og þið kokgleypið það.
Er ekki tímabært að þið fjölmiðlafólk takið umræðuna um transmálaflokkinn upp á hærra plan?
Það sem þið hafið t.d. ekkert rætt um er mál sem komu fyrir Mannréttindadómstóllinn og trans-fólk tapaði, réttur barns er rétthærri. Sendi ykkur frétt úr norsku blaði. ENGINN fjölmiðill hér á landi hefur fjallað um þessa frétt, nema Fréttin.is. Dómurinn er mjög merkilegur.
Ég sendi þeim félögum nokkrar krækjur til að uppfræða þá. Hér að neðan eru a.m.k. þrjár af þeim sem Gulli og Heimir fengu.
Hér fer finnsku prófessor nokkrum orðum um transmálaflokkinn.
Transvæðing barna í skólakerfinu.
Faðir vill ekki að börnum sé talin trú um að þau séu fædd í röngum líkama.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.