Ný ritgerð um sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg meðal trans fólks birtist nýlega. Það er þekkt að aukin sjálfsmorðsáhætta er til staðar meðal hópsins. Rannsóknin er unnin út frá persónuupplýsingum og rannsakendur hafa fylgt Dönum sem eru skráðir trans, það vil segja gögnin eru ekki hlutdræg.
Í rannsókninni er fjallað um einstaklinga 15 ára og eldri sem eru fædd í Danmörku og fundust á árunum 1980 - 2021. Trans einstaklingur telst sá vera sem hefur fengið greiningu frá læknum og/eða hafa skipt um kennitölu frá manni til konu og öfugt. Þetta eru 3759 einstaklingar af 6.6 milljónum, sem vil segja um 0.06.% af íbúum. Að meðaltali var fólkið 22 ára þegar það var skráð trans.
Sjálfsmorðstilraun er skráð eftir samskipti einstaklings við sjúkrahús og eru upplýsingarnar skráðar í sjúkraskýrslu viðkomandi. Sjálfsvíg er skráð sem dánarorsök.
Stærsti hluti transfólks á árunum 2015-2021 er á aldrinum 15-25 ára.
Meðalaldur þeirra sem reynda sjálfsvíg í fyrsta skiptið er 27 ár. Algengi sjálfsvígstilrauna er skráð, þegar búið er að leiðrétta m.t.t. aldurs og fleira, er hún 7,7 hærri meðal trans fólks en annarra. Algengi þeirra sem tekst ætlunarverk sinn er 3,5 hærri fyrir transfólk en aðra íbúa. Þeim sem tókst að taka eigið líf voru að meðaltali 45 ára og kom bara fyrir hjá mönnum sem eru trans konur, ekki meðal kvenna sem eru trans menn.
Trans fólk hafði líka hærri tíðni dauðsfalla af öðrum ástæðum en sjálfsmorð.
Niðurstöðurnar samrýmast öðrum rannsóknum. Í verkefni SEXUS (2017-2018) svöruðu 23-24% trans fólks að þau hefðu gert tilraun til sjálfsvígs á móti 2-4% annarra íbúa.
Það finnast líka rannsóknir frá Svíþjóð, Hollandi og Englandi sem sýna sömu niðurstöður og danska rannsóknin. Sænsk rannsókn frá 1973-2003 sem fjallar um fólk sem fór í kynskiptiaðgerð. Meðal þeirra er sjálfsmorðstíðnin 3,6 hærri en í dönsku rannsókninni.
Hér er talað um fólk sem ER viðurkennt sem trans af samfélaginu, með því að skipta um kennitölu og læknisfræðileg inngrip.
Sjálfvígstíðnin lækkar ekki þó samfélagið viðurkenni skynjun einstaklings á eigin kyni sem er í ósamræmi við fæðingarkyn.
Í tengslum við að unglingar óski eftir kynskiptum finna þau ráðleggingar á vafasömum vefsíðum þar sem þeim er ráðlagt að sannfæra foreldra fyrir kynskiptunum. Eitt af ráðnum er að ef þau viðurkenni ekki að þau séu trans þá sé mikil áhætta fyrir að þau taki eigið líf. Formleg viðurkenning tryggir ekki að trans fólk taki eigið líf, þvert á móti.
Fólk sem telur sig fætt í röngum líkama á oftar en ekki við andleg veikindi að stríða ofan á þessa tilfinningu sína. Það er eitthvað í heilanum sem orsakar vanlíðan þeirra. Að auki geta umhverfisáhrifin haft svipuð áhrif.
Pistill Politiken um rannsóknina hefur fyrirsögnina ,,yfirgengilegar tölur samkvæmt sérfræðingum. Tölurnar eru ekki hærri en maður hefur séð í öðrum rannsóknum, heldur þvert á móti.
Politiken talaði m.a. við Astrid Højgaard sem er yfirlæknir á Kynstofunni Center í Álaborg, þar sem maður sinnir transfólki. Samkvæmt Astrid getur þessi vanlíðan orsakast af mögum þáttum. Ein af ástæðunum er streitan við að tilheyra minnihlutahóp og að ,,við sem samfélag erum ekki mjög góð í að faðma minnihlutahópa.
Það skal nefnt að tölurnar í dönsku rannsókninni sýna að áhætta fyrir sjálfsmorði meðal trans fólks undanfarna áratugi fer minnkandi. Það gæti hangið saman með auknum skilningi og umburðarlyndi undanfarin ár. En það gæti líka hangið saman við að fleiri skipta um kyn og hlutfallslega fleiri sem skipta um kyn eru hæfir til þess.
Tekið saman af Kåre Fog líffræðingi. Lausleg þýðing er mín.
Hér er krækja á ritgerðina.
Athugasemdir
Það er nánast aldrei talað um hvað sjálfsvíg drengja/karla sem fara í kynbreytingu er há. Aðili innan heilbrigðisgeirans sagði mér að miðað við sjálfsvíg þessa hóps, þá væri hættulegra fyrir þá að fara í kynbreytingu en taka þátt í rússneskri rúllettu og fannst slæmt, að fólk væri ekki upplýst um þetta. En sennilega má það ekki að viðlögðum atvinnumissi og þaðan af verra.
Jón Magnússon, 3.7.2023 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.