28.6.2023 | 09:10
Fleiri þurfa að hverfa frá störfum
Það er ekki nóg að hún ein fari. Hún var ekki ein um klúðrið. Auðvitað á stjórn og allir sem komu að sölunni og höfðu ákvörðunarrétt að fara frá Íslandsbanka.
Umræðan hefur ekki verið minni eða harðari en tilefni gefur til. Birta á nafnalistann sem keypti í bankanum. Allt gegnsætt.
Mér þykja margir stjórnmálamenn ættu að taka hana sér til fyrirmyndar, þeir eru nokkrir sem hafa hlaupið illilega á sig án þessa að segja stöðu sinni lausri. Þeir virðast límdir við stólana sína. Fyrir stuttu varð ráðherra jafnréttismála í Noregi að segja af sér, hún réði vini og ættingja í opinberar stöður sem eru vel launaðar.
Ekki það Noregur má fagna að ráðherrann hverfi á braut, hann er einn þeirra sem stendur fyrir frumvarpi sem vill að börn séu fjarlægð frá foreldrum ef þau gera ekki eins og barnið vill þegar það segist vera trans. Hverri þjóð til heilla að slíkur ráðherrar og þingmaður hverfi af braut.
Yfirgefur bankann með miklum trega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guð forði nokkrum manni frá að taka sér Birnu til fyrirmyndar. Hún hefði heldur ekki tekið pokann sinn nema af því hún gat ekki annað - hún var neydd til þess. Birna greyið sendir síðan stjórnmálamönnum pillu eins og það sé þeim að kenna að hún skuli nú hrökklast frá með skömm. Hún getur engum um kennt nema sjálfri sér og henni til fróðleik þá vildi öll þjóðin gjarnan tjarga hana og velta upp úr fiðri - ekki bara einhverjir stjórnmálamenn.
Jón Garðar (IP-tala skráð) 28.6.2023 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.