Þingmenn bera ábyrgð á sálrænu ofbeldi stúlkna

segir Pauline Hanson þingmaður í Queensland á Nýja Sjálandi en hún las upp bréf í þinginu frá föður að nafni Paul Campion. Faðirinn mótmælir harðlega þeirri ákvörðun þingmanna að staðfesta kynrænt sjálfræði og þeim réttindum sem því fylgir. Réttindin eru að nota kvennarými.

Faðir stúlkunnar bendir á að opinberir framhaldsskólar hafa leyft strákum sem skilgreina sig sem stelpu að nota einkarými stúlknanna. Þegar hann kvartaði var honum sagt að engir drengir séu í búningsklefanum, bara stúlkur. Dóttir mín er ekki heimsk, hún sér mun á strák og stelpu.

Stúlkunum er neitað um að skipta um föt í öruggi rými segir í bréfinu. Ráðherra, sem er kona, hefur sagt að allir sem skilgreina sig sem konu er kona. Þetta getur þýtt að karlkennari sem skilgreinir sig sem konu getur nýtt búningsklefa stúlkna.

Stúlkur ættu að geta farið í gegnum kynþroskann án þess að eiga þetta ofbeldi yfir höfði sér af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hér er ekki um líkamlegt ofbeldi að ræða heldur andlegt, konur og börn verða fyrir því.

Talað er um að leyfa trans-konum, sem eru líffræðilegir karlar, að spila tennis í kvennaflokki sem hefur þær afleiðingar að trans-konur yfirtaka íþróttina vegna líffræðilegra yfirburða. Mér misbýður sem föður. Hvernig getur ríkisstjórnin beitt stúlkurnar þessu ofbeldi, það er ekki spurning hvort heldur hvenær líkamlegt ofbeldi á sér stað.

Látið dóttur mína vera. Leyfið henni að þroskast og dafna í þá unga fallega konu sem hún vill vera eru skilaboð föður til þingmanna.

Þingmaðurinn bendir á að þeir sem samþykktu lögin eru meðsekir í sálrænu ofbeldi á stúlkur og börn. Þeir ættu að skammast sín. Hún segir í lokin að hún haldi baráttu sinni áfram fyrir ungar stúlkur og konur, afnema þurfi lögin og þetta þarf burt úr skólunum. Hér má lesa hlusta á orð þingmannsins en faðirinn setti myndband af ræðunni á snjáldursíðuna sína.

Íslenskir þingmenn, þeir sem samþykktu lögin, eru undir sama ámæli og þeir sem talað er um. Þingmenn hér á landi hafa dregið þrumuský yfir kvennabaráttu landsins.

Sorglegast af öllu, mjög margar þingkonur eru í forsvari fyrir þetta andlega ofbeldi á stúlkur. Held bara að sömu þingkonurnar hafi tekið oft og kröftuglega til máls undir metoo- umræðunni og höfnuðu alls kyns áreiti í garð kvenna. Þær samþykkja og leyfa andlegt ofbeldi á þeim núna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér er gjarnt að líta á þessi mál með aðeins einum hætti, karlar í rými kvenna.

Enga sögu hef ég heyrt þess efnis en ég hef upplifað það að kona hefur verið að spranga um i karlaklefanum í Laugum.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.6.2023 kl. 17:29

2 identicon

Sæll Bjarni og takk fyrir ábendinguna.

Sennilega tek ég dæmi af karli skilgreinir sig sem konu af því þau eru margfalt fleiri á erlendri grund. Enn hef ég ekki rekist á kvartanir foreldrar, eins og ég tala um í blogginu, vegna trans-manns. Sama með íþróttir kvenna þar eru karlar sem sækja í þær, enda pottþétt vinningshafar. Kona sem skilgreinir sig sem karl hefur ekki roð í karlkynið og því heyrum við engar fréttir af því. 

Takk fyrir ábendinguna, þetta er vissulega á þennan veginn líka. 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2023 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband