Ég er hommi og mér er nákvæmlega sama hvað þú skilgreinir mig, nema hinsegin.

Ég ásamt mörgum öðrum skilgreinum okkur ekki hinsegin. Þegar samtökin ,,Fri“ (samtök um kyn- og kynhneigð) og ,,Pride“ auglýsa fjölbreytileika og þú tekur þátt ertu sammála þeim segir ungur norskur hommi, Loke Aashamar í grein á Nettavisen. Greinin ber yfirskriftina, Það er ekki hatur að vilja losna við ,,Pride.“

Lausleg þýðing er mín. Skáletrun eru eigin orð.

Ástæða greinarinnar er umræður í Nettavisen um ,,Pride“ daga í Noregi sem fer misvel í fólk. Vitað er að hótelkeðja neyddist til að flagga regnbogafánanum, hafði að lokum ekkert val. Ætlaði ekki að flagga fánanum í upphafi. Forstjórinn taldi fyrirtækið hafa fullt leyfi til að ákveða hvaða fána þeir flögguðu fyrir framan hótelin. Talið að þeim hafi verið hótað, útilokun. Þeir hlýddu.

Það eru margir LHB sem eru ekki sammála trans-hugmyndafræðinni. Við sem látum í okkur heyra erum kölluð transfóbísk, nasistar, hatursmenn, hægriöfgamenn, kristnir íhaldsmenn o.s.frv. Auðvitað erum við það ekki, en þeir sem halda þessu fram telja sig í fullum rétti að nota þessi orð á okkur.

Ég er þess fullviss að þeir sem vilja hlífa börnum sínum við ,,Pride“ er ekki hatursfullt fólk og aðhyllast frekar mína skoðun en ,,Fri“ og ,,Pride“ transaðgerðasinnum.

Í bréfi sem dreift var í leik- og grunnskóla þar sem óskað er eftir að börn séu tekin úr kennslustundum til að taka þátt í ,,Pride“ segir; ,,Að bera virðingu fyrir fólki óháð húðlit, trúarbrögðum eða kynhneigð er mikilvægt og eitthvað sem foreldrar ættu að kenna börnum sínum en það er munur á að læra að virða og efla, dást að og vegsama.“  Bréfið var sent til foreldra sem þurftu að samþykkja leyfisveitinguna.

Í bréfinu er lögð áhersla á að börn læri að bera virðingu fyrir öllum burtséð frá húðlit, trúarbrögðum og stefnumörkun. Að bent sé á muninn á þessu og eflingu, aðdáun og vegsemd held ég að inniberi meira en kemur fram í bréfinu.

Félagði ,,Fri“ eru samtök sem út á við talaði fyrir hagsmunum LHB en er orðin áróðursvél fyrir hinsegin- samfélag og transhugmyndafræðin.

Transaðgerðasinnar skilgreina sig sjálfir en láta ekki þar við sitja, þeir vilja skilgreina alla aðra. Þeir óska að aðrir kalli sig það sem þeir vilja en virða ekki ósk LHB fólks sem vill ekki láta skilgreina sig sem ,,hinsegin.“ Við neyðumst til að láta það yfir okkur ganga.

Áður fjallaði ,,Pride“ um að samkynhneigðir fái sama lagalega rétt og gagnkynhneigðir. Nú er nokkuð síðan það komst á og ,,Pride“ hefur gengt hlutverki sínu.

Við höfum líka áhuga á að ,,elska þann sem þú villt“ og það er samþykkt. Í dag virðist þetta snúast við því aðgerðarsinnar vilja breyta merkingunni ,,elska þann sem þú villt“ í  að ,,elska þann sem við viljum.“

Upphaflega átti ,,Pride“ að vera í viku um allt land. Allt í góðu með það að ,,Pride“ sé á landsvísu. Við höldum jól í desember og margir segjast þreyttir á jólunum þegar þau koma því undirbúningur hefst í október. Það er ekkert skrýtið að fólk sé þreytt á ,,Pride“, við heyrum af transhugmyndafræðinni allan ársins hring.

Mér verður óglatt að sjá regnbogafánann. Margir innan LHB hafa fengið nóg af áróðrinum svo kannski ættu menn og stjórnmálamenn að taka ábendingum um afstöðu fólks.

Þeir sem eiga sök á að umræðan gegn LHB hefur snúist gegn þeim eru ,,Fri“ og ,,Pride“ og fólki eins og Söruh Gaulin sem hefur lagst á sveifina með þeim.

Hér er grein Loke.

Sarah Gaulin fellur í þá gryfju að saka andstæðinga transhugmyndafræðinnar um hatur gegn transfólki. Þar með fellur hún í sömu gryfju og Samtökin 78 og transsamtökin hafa gert hér á landi. Sarah Gaulin leggst svo lágt að hún notar hryðjuverkin á ,,Pride“ dögum fyrir tveimur árum gegn foreldrum, að hún teldi þau vera komin lengra en svo að foreldrar frábiðji sig að leik- og grunnskólabörn taki þátt í ,,Pride“ göngum skólanna. Hvílík mannleysa, segi bara ekki meira. Hryðjuverk á ekki að nota sem dæmi í áróðursbaráttu transsamtaka á börn.

Ef fólk fellur ekki fyrir transhugmyndafræðinni þá bera menn hatur í brjósti sér gagnvart því fólki sem vill skilgreina sig annað en það. Þeir sömu vilja líka afnema mannréttindi af transfólki segja transaðgerðarsinnar, án þess að benda á hvaða mannréttindi eru afnumin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þeir Marxistar sem eru að upphafja kynbeyglaða, eru einmitt fullir haturs á bæði þeim og hinum beinthneigðu. Þessi mál voru útkljáð í vestrænni menningu fyrir meir en fjórum áratugum. Hatursfullir marxistar eru að búa til þessar froður, til þess eins að sundra samfélögum og yfirtaka þjóðfélög.

Guðjón E. Hreinberg, 21.6.2023 kl. 12:36

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Afsakið viðbótina, en það sem ég átti við, er að hatursfullir Marxistar eru einmitt að búa til stéttaskiptingu.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 21.6.2023 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband