Nei gagnrýni á hinsegin málefni hefur ekkert með að gera að fólk vilji afnema mannréttindi hjá nokkrum manni

Sverre Avnskog aðjúnkt og sérkennslufræðingur sem kominn er á eftirlaun segir prófessorinn draga umræðuna um hinsegin málefnin niður á svo lágt plan að hún gerir allar merkingarbærar samræður ómögulegar og það gerir hann með því að eigna gagnrýnendum miðaldarlegar og ámælisverðar skoðanir. Sverre skrifaði grein í Nettavisen. Lausleg þýðing er mín.

Það er mjög sjaldgæft að ég lesi fullyrðingar sem eru svo fullar af ranghugmyndum, strámönnum og rangtúlkunum eins og Dag Øistein Endsjø prófessor í trúarbragðafræði skrifar í Nettavisen.

Það er prófessor sem hefur hæsta akademíska titil í landinu sem skrifar um hinsegin málefnin en lætur eins og hann skilji ekki gagnrýnina sem hefur komið fram. Hann heldur fram að gagnrýnendur vilji afnema mannréttindi af þeim sem taka þátt í hinsegin viðburðum.

Hefur nokkur einhvern tímann lagt til að þátttakendur í hinsegin málefnum missi mannréttindi?

,,Hvaða mannréttindi hafa þeir á móti” spyr prófessorinn. Eins og það sé viðeigandi spurning.

,,Er það samkomufrelsi sem þeir eru á móti- réttinn til að skipuleggja sig og tjá skoðanir sínar?”

,,Er það málfrelsið sem þeir vilja takmarka?”

,,Er það kannski rétturinn til einkalífs sem þeir vilja afnema?”

,,Eða er það mannréttindin sem hafna mismunun sem þau vilja burt?”

,,Kannski mannréttindin til betri heilsu sem þeir vilja fjarlægja?”

,,Eða mannréttindin barna burt?”

,,Svo næst þegar einhvern stígur fram og fordæmir hinsegin viðburði vinsamlegast biðjið þá að vera nákvæmari um hvaða mannréttindi þeir vilja fjarlægja.”

 

Með því að spyrja svo tilgangslausra spurninga, eins og prófessorinn gerir, sem augljóslega hafa þann tilgang að eigna gagnrýnendum hinsegin málefna slíkar miðaldarlegar- og ámælisverðar skoðanir, fer prófessor Endsjø með umræðuna um hinsegin málefni á svo lágt plan að hún gerir allar vitrænar samræður ómögulegar.

Jafnvel áberandi hommi eins og fjölmiðlastjarnan Jan Thomas gagnrýndi gleðigönguna fyrir nokkrum árum og sagði að sér líði ekki vel þar sem hvers konar kynhneigð og búningar eru í forgrunni og fókusinn á kynlíf í ólíknum myndum en ekki ástina.  

Sú staðreynd að prófessor Endsjø hafi í raun ekki áttað sig á því að gagnrýni af þessu tagi ýtir undir viðhorfu gegn hinsegin málefnum er næstum ótrúlegt. Mig grunar að hann þykist ekki vita betur en gefur sér að gagnrýnendur séu á móti mannréttindum.   

Þeir sem standa fyrir hinsegin viðburðum segja markmiðið að berjast fyrir að allir eigi rétt á að elska þann sem þeir vilja. Ég held í reynd að þeir séu afar fáir í Noregi sem hafa á móti þeim réttindum.

Það er allavega ekki um það sem gagnrýnin fjallar. Langt í frá.

Gagnrýnin á hinsegin málefni snýst ekki um réttinn til að elska þann sem maður vill, heldur að málaflokkurinn ýti undir kynjahugmyndafræði sem er mjög umdeild, vægt til orða tekið. Þeir sem eru á því að líffræðilegu kynin séu tvö, karl og kona, hafa örugglega sín mannréttindin líka, ekki satt?

Það hlýtur að vera leyfilegt, í nafni málfrelsis, að gagnrýna hinsegin málefnin þar sem þau draga fram sýn á kyn sem ekki ríkir sátt um. Það er líka mannréttindi.

Það hlýtur líka að vera fullkomlega löglegt, í nafni málfrelsis, að bregðast neikvætt við, þegar fólk klætt í búninga úr leðri og lakki gengur og teymir hvort annað eins og hunda í taumi og þátttakendur gleðigöngunnar tala í fjölmiðlum um mismunandi kynhneigð, þar sem t.d. karlmenn koma fram með kynhneigð þar sem þeir njóta þess að láta sparka í eistun á sér.

Eru það virkilega mannréttindi að geta sagt í fjölmiðlum að þú viljir láta berja þig, hýða, gera lítið úr þér og sparka í rassinn?

Er leyfilegt að telja slíka áherslu á kynhneigð í öllum afbrigðum óhóflega þar sem sumum kann að finnst uppáþrengjandi og að maður vilji frekar hafa þetta fyrir einkaklúbba? Þarf kynlífsþráhyggjur út á göturnar til að sýna allt og alla?

Við erum mörg sem viljum tjá okkur í fjölmiðlum en flest upplifum við að okkur sé hafnað og neitað um birtingu. Er það brot á málfrelsi okkar?

Hinsegin samfélagið skipar stóran sess í fjölmiðlum og virðast hafa alla fjölmiðla með sér til að ala á þessari hugmyndafræði í heilan mánuð, í leikskólum, skólum og á götum úti. Næstum hver stofnun í Noregi mun nú prýða sig með sínum eigin hinsegin viðburðum.

Hér má lesa greinina sem Sverre svarar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband