Kastar bensíni á transumræðuna

Í Noregi eins og víðar er mikil umræða um transmálaflokkinn. Auk þess er talað um baráttu kvenna sem á undir högg að sækja. Umræður hafa farið fram í fjölmiðlum, annað en hér á landi. Við líkjumst Rússum og Kínverjum þegar kemur að málfrelsi. Greinar fást ekki birtar sem andmæla stefnu transhreyfinga.

Fjölmiðlar hafa eins og ég hef oft bent á staðið sig mjög illa í umræðunni um transmálaflokkinn. Ég þýddi, lauslega, grein úr norsku blaði, okkur kemur nefnilega við hvað stendur þar. Margt á við um ástandið hér á landi. Orð fólks eru afbökuð. Því gert upp skoðanir og hugsanir.

Jens Kihl kastar bensíni á transumræðuna er fyrirsögn greinarinnar.

 ,,Ef menningarritstjórinn vill gera eitthvað í umræðunum um loftslagsmálum getur hann litið í spegil.

Í athugasemd í BT 1. júní sakar menningarritstjórinn Jens Kihl Miðflokkinn og sérstaklega þingfulltrúann Jenny Klinge, um að bera transfólk saman við dýr. Þetta er gróf afbökun á yfirlýsingu Klinge sem stuðlar ekki að öðru en að eitra og skauta umræðuna um kynferði.

Kihl hvetur alla til að ,,gera eitthvað við gríðarlegri harðri umræðu" um kyn. Hann bendir sérstaklega á að þeir sem hafi ,,leiðandi stöðu í samfélaginu hafi meiri ábyrgð" á því að tryggja að umræðan sé virt.

Það er góður punktur en sem menningarritstjóri eins stærsta dagblaðs Noregs getur hann byrjað á því að líta í spegil.

Klinge hefur ekki borið transfólk saman við dýr. Hún hefur aðeins bent á að við mennirnir séum eins og öll önnur spendýr, að því leyti að við höfum aðeins tvö kyn og að við getum ekki skipt um kyn.

Hún hefur undirstrikað staðreyndir að nálgun á kyni og umburðarlyndi fyrir upplifun fólks af eigin kyn geti haldist í hendur.

Maðurinn er um margt öðruvísi en dýr en að það sé hatursfullt að segja að við séum hluti af dýraríkinu veldur að allir líffræðingar þurfa að búa sig undir að vera sakaðir um hatursglæpi. Þó við séum frábrugðin öðrum dýrum að mörgu leyti þá eru ekki kynin fleiri í náttúrunni.

Að halda fram að slík yfirlýsing sé hatursfull og ómannúðleg er að gera hófsama yfirlýsingu sem róttæka. Það hjálpar bara þeim sem vilja átök í umræðuna.

Það er ekki róttækt að halda fram að líffræðilega kona geti fætt barn. Ef eitthvað er ómannúðleg er það að kalla konur ,,fæðingarfólk” eins og lagt er til í skýrsla nýju barnalaganna.

Það er þversagnakennt að samfélagsskýrendur eins og Kihl leggi áherslu á umburðarlyndi sem eina af fremstu dyggðum mannsins en komi fram á sama tíma með óþolandi hegðun gagnvart þeim sem hafa aðrar skoðanir.

Eitt af því sem aðgreinir menn frá öðrum dýrum, óháð því hvort maður skilgreinir sig sem kynið sem maður fæðist með eða eitthvað annað, er hæfileiki okkar til gagnrýninnar hugsunar.

Ég skora hér með á Jens Kihl til að beita hæfileikum sínum til gagnrýnnar hugsunar næst þegar hann langar að kasta bensíni á eldinn í umræðunni um kynferði, svo að hann geti forðast að brengla stöðu andstæðinga sinna.”

Hér er krækja að greininni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband