13.6.2023 | 09:43
Nei, samfélagið passar ekki börnin
Í grein Hallgeirs Jónssonar, sem birtist á Vísi ekki fyrir löngu, stendur ,, Samfélag sem heldur því beinlínis að börnum og ungmennum að hægt sé að fæðast í röngum líkama stendur að mínu mati ekki vörð um réttindi þeirra. Tek undir orð hans enda hef ég persónulega gagnrýnt að þessu sé haldið að börnum sem og að kynin séu fleiri en tvö.
Foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna þurfa að hugsa sinn gang. Hafa misst sjónar á hlutverki sínu. Margir beina nefinu upp á við þegar fólk talar um hinsegin væðingu barna. Hatursorðræða og fordómar heyrist gjarnan frá þessu fólki, kennurum, samtökum og bæjarfélagi.
Pia þingmaður í Danaveldi segir ,, Málið er, börn prófa, og hlutverkaleikur er náttúrlegur hlutur af æskunni. Vandamálið hefst kannski þegar fullorðnir byrja að leika með og ýta undir duttlunga barns og undarlegar hugmyndir.
Því miður hefur skólasamfélagið hoppað á vagn transvæðingarinnar og þeir kennarar sem hafna slíku þora ekki að láta í sér heyra. Gettu af hverju? En Pia bendir réttilega á að afsökun fullorðna fólksins fyrir að taka ekki ábyrgð, ,,Það dapurlegast er að við höfum breytt börnum í litla fullorðna og látið ábyrgðina á yfir lífi þess yfir á þeirra herðar af því foreldrarnir standa ekki undir ábyrgðinni og að verða óvinsæl.
Hallgeir tekur í sama streng og Pia þegar hann segir ,, Íslenskt samfélag er komið á þann stað að börn alveg niður í leikskólaaldur eru farin að skilgreina sig sem trans. Er það þróun sem ber að fagna? Vitanlega er sjálfsagt að leyfa börnum að prófa sig áfram þegar kemur að kyntjáningu en að sama skapi er að mínum dómi skaðlegt að samfélagið og hinir fullorðnu komi fram við slík börn eins og þau séu með einhverskonar fæðingargalla sem þurfi að leiðrétta.
Menntamálastofnun hefur gerst sek um rangfærslur um að við getum okkur til um kyn við fæðingu barns. Já þetta er í skólabókum barna. Pabbi og mamma vita ekki hvaða kyn þú ert, þau geta sér til um það. Stundum geta þau rétt en ekki alltaf. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Rann í gegn án gagnrýni. Vona bara að kennarar séu skynsamir og noti ekki bók sem ber þvílíka þvælu á borð fyrir börn.
Eins og Pia segir ,, Æskan á að vera athvarf fyrir barnið þar sem ábyrgir og þroskaðir einstaklingar vernda það fyrir sjálfu sér. Við höfum mörg hver gleymt því!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.