12.6.2023 | 08:44
Tilvist transfólks er ekki til umræðu
Alex Ivarsen, norskur blaðamaður, skrifaði grein í Kvöldblaðið um nornaveiðarnar á J.K. Rowling og aðra sem berjast fyrir réttindum kvenna. Merkilegt hve erfið og umfangsmikil þessi umræða er. Fyrir vikið má reikna með að einhver mislesi það sem ég skrifa og einhver eigni mér skoðanir sem ég hef ekki. Þess vegna vil ég taka fram, textinn fjallar fyrst og fremst um tjáningarfrelsið og það er aðalatriðið.
,,Transfólk er ekki til umræðu segja transaðgerðasinnar og norskir starfsmenn í menningargeiranum.
Tilvist transfólks er ekki til umræðu. Það er Rowling og bandamenn hennar sem vilja ræða afleiðingarnar og áhrif lagafrumvarpa á líf kvenna og þær læknisfræðilegu meðferðir á börnum sem upplifa ónot af eigin líkama. Rowling segir þetta í hlaðvarði ,,engin umræða. Þetta er spegilmynd af sjónarmiði bókstafstrúarmanna og ég á erfitt með að sjá skýrara dæmi um valdmannslega afstöðu.
Það er eins og þau segja: Þú hefur ekki leyfi til að vefengja hugmyndir mínar. Ef þú gerir það, ert þú sá vondi, ég er hinn réttláti.
Þess vegna vegna telja þau rétt sinn að hræða þig, gera líf þitt erfiðara, þvinga þig til þöggunar, setja lífsviðurværi í hættu og í öfgafyllstu tilfellunum nota ofbeldi gegn þér.
Rowling hefur rétt fyrir sér.
Fyrir frjálslynt fólk, sem andmælir því sem konur verða fyrir, er meðferðin að koma inn samviskubiti.
Ef við trúum því í raun og veru að hugsana- og tjáningarfrelsi skipti máli, ef við trúum því í einlægni að tjáningarfrelsið sé undirstaða þeirra frjálsu lýðræðisríkja sem við búum í, getum við ekki annað en viðurkennt hvernig konum, sem andmæla, er ógnað til þöggunar.
Hvort við erum sammála eða ósammála þessum konum skiptir ekki í grundvallaratriðum máli. Það sem við verðum að gera er að verja rétturinn til að tjá sig á gagnrýninn hátt og frelsi til að spyrja óþægilegra spurninga um allt frá hagnýtri stefnu, afleiðingum lagafrumvarpa og undirstöðu læknastarfanna, til helstu heimspekilegra, málfarslegra og þekkingarfræðilegra spurninga sem liggja að baki allri kynjaumræðunni.
Ef við veljum að snúa baki við málstaðnum okkur til þæginda erum við, eins og annar frægur barnabókahöfundur skrifaði eitt sinn, ,,enginn manneskja bara lítill skítur (ingen människa utan bara en liten lort) (Astrid Lindgren, "Bræðurnir Ljóshjarta")."
Finna má færsluna á snjáldursíðunni hans.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.