11.6.2023 | 08:38
Tillitssemin víkur
Frábær blaðamaður Jónas Kristjánsson skrifaði grein undir þessu nafni á síðuna sína 2. júní 2006. Hún fjallaði um trúarbrögð og tillitssemi. Greinin á vel við í dag, undir aðeins breyttum formerkjum kjósi menn að leika sér með tungumálið. Reyndar er skollið á stríð.
Jónas heitinn fyrirgefur mér vonandi að ég hafi skipt út orðum sem eiga við það menningar- og kynjastríð sem ríkir í dag. Krækja að hans pistli er hér.
,,Evrópa er heimshluti, sem hefur farið um úfin höf mikilla hörmunga öldum saman og loksins siglt í heila höfn á síðustu sextíu árum. Allir eru sammála um, að framvegis verði aldrei stríð í Evrópu. Fólk dansar ekki lengur kringum skurðgoð þjóðernis og trúarbragða og hefur ákveðið að lifa í friði hvert við annað. Evrópa hefur meira að segja stofnað Evrópusamband.
Mikilvægur þátur þessa menningarheims Evrópu er, að fólki finnst eðlilegt, að ekki séu allir eins. Þeir, sem eru gagnkynhneigðir, sætta sig við, að í kringum þá séu samkynhneigðir og fylgismenn margs konar kynhegðunar, þar á meðal transfólk. Evrópa telur sig vera farsæla og umburðarlynda höfn, þar sem fólk kippir sér ekki upp við fjölbreytni og lætur hana ærulaust yfir sig ganga.
Hornsteinn Evrópu er þjóðskipulag frelsis til orða og athafna. Fólk má sitja alls konar fundi og vera í alls konar félögum. Það má fá þær fréttir, sem það kærir sig um. Það má hafa hvaða skoðanir, sem það vill. Það er engin skylda, að öllum líki við þessa fundi, þessi félög, þessar fréttir, þessar skoðanir. Félagslegum réttrúnaði er haldið í skefjum í Evrópu.
Þó eru komnir til sögunnar í Evrópu transfólk, sem telja sér ekki líða vel í öllu þessu frelsi. Þeir heimta til dæmis, að Evrópa taki meira tillit til transhreyfinga en hún tekur til annarra hreyfinga. Þeir hafa gengið af göflunum út af skrípamyndum Monty Python af Brian (1979), sem birtust fyrst í sjónvarpi og síðar í víða í Evrópu, þar á meðal í hér á Íslandi.
Í lið með transhreyfingunni hafa gengið talsmenn félagslegs réttrúnaðar, sem vilja sýna transfólki svo mikla tillitssemi, að hún stríði gegn menningarlegum forsendum Evrópu nútímans. Tillitssemi þessa fólks er svo mikil, að henni nægir, að einhver telji sig vera móðgaðan, þá verði að taka hann trúanlegan og gera eitthvað til að bæta honum upp þá móðgun, sem hann hefur sætt.
Friðurinn í Evrópu hvílir hvorki á tillitssemi né félagslegum réttrúnaði. Hann er afleiðing hins opna og frjálsa þjóðfélags, sem hefur kennt fólki að sætta sig við, að því sé ekki sýnd tillitsemi. Friðurinn hvílir meðal annars á litlum staðreyndum á borð við, að birta má skrípamyndir af Jesú Kristi án þess að kristið fólk ærist. Það sama á að gilda um Múhameð (og Monty Python af Brian, þessi viðbót er mín).
Það kann ekki góðri lukku að stýra að setja tillitssemina á stall, hvað þá að setja hana ofar skoðanafrelsinu og upplýsingafrelsinu. Slíkt grefur undan vestrænu þjóðskipulagi. Gott er því, að nokkur dagblöð í Evrópu hafa vikizt undan möru tillitsseminnar og birt skrípamyndir af Múhameð spámanni (og Monty Python af Brian, þessi viðbót er mín).
Það sem fer hæst víða um heim er að banna myndband grínistans því það eigi ekki við í dag segja transaðgerðarsinnar. Þeir sem halda sig við líffræðina og höfundurinn bendir á að leikþátturinn segi sannleikann og ekkert annað og á að lifa.
Líffræðinni verður ekki breytt. Karlmaður getur ekki átt barn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.