Trans brandarinn er nýja Mohammed teiknimyndin

Hinn minnst umdeildi brandari í lífi Monty Python af Brian (1979) er í dag orðinn umdeildastur. Grínistinn John Cleese stendur enn fast á sínu en er undir þrýstingi um að klippa atriði úr leiksýningunni burt því sá tími er liðinn að hægt sé að grínast með að karlmenn geti ekki eignast börn, segir Anne Sophie í blaðagrein sem ég þýddi lauslega.

Í myndinni segir sögupersónan Stan, að hann vilji láta kalla sig Loretta og fæða eigin börn og þegar hinar sögupersónurnar benda honum á að það sé líffræðilega ekki hægt segir hann ,,Hættið að kúga mig.” Sjá myndbrotið hér.

Það sem var fyndið fyrir 40 árum er ekki fyndið í dag. Ekki nóg með að það sé ekki fyndið heldur í raun hættulegt fyrir frama fólks, orðspori og geðheilsu. Hugsið ykkur hatursbomburnar sem J.K.Rowling fékk þegar hún leyfði sér að halda fram að líffræðileg kynin eru tvö. Hugsið ykkur hvernig prófessor Kathleen Stock var hrakin frá Háskólanum í Sussex eftir að hafa haldið fram, að við fæðumst annað hvort kona eða karl og búningsherbergi fyrir konur eigi ekki að vera opin karlmönnum sem skilgreina sig sem konu.

Í LGBT+ stafrófinu í dag er t afdrifaríkast og á örfáum árum hafa umræður um kynvitund og transhugmyndafræði orðið eldfimar. Köfum í nokkrar þeirra.

Fyrir nokkrum vikum tók ég þátt í umræðu þar sem meðal annars var rætt um hvort opinberir starfsmenn ættu að setja persónufornöfn sín í undirskrift tölvupósts, þ.e. hvort hann/hann, hún/hún eða þau/þau ættu að vera við hliðina á titli eins og bókavörður. Starfsmannahópurinn klofnaði. Það kom ekki á óvart að kynslóðabil kom fram: þeir sem eldri eru sáu ekki mikilvægi þess að flagga kynvitund sinni í tengslum við vinnu sína. Aftur á móti hafði yngra fólkið ekkert á móti því og sé maður á Linkedin muntu sjá að fornöfnin ryðja sér til rúms.

Ef spurt er af hverju er þetta nauðsynlegt mætir maður um leið ásökunum um að vera forréttindablindur, umhyggjuleysi fyrir minnihlutahópum, sem vilja ekki láta kalla sig minnihlutahóp þó sé um að ræða lítill minnihluta. Meirihlutinn á að gangast undir kröfu minnihluta um sérstök fornöfn þó auðvelt sé að semja um það á vinnustaðnum að kalla viðkomandi fornöfnum transhreyfingarinnar óski hann þess.

Stærra vandamál blasir hins vegar við þegar við spyrjum hvað með transfólk í íþróttum, þar sem karlmenn sem hafa skipt um kyn keppir á móti konum þrátt fyrir augljóslega mun á styrk. Hvað gerum við í kynskiptum búningsklefum í sundhöllum eða fangelsum þar sem dæmdir nauðgarar geta skipt lagalega um kyn og farið fram á að afplána í kvennafangelsi.

Af hverju erum við komin þangað? Kannski af því margir telja að trans málaflokkurinn sé nútíma útgáfa af málefnum samkynhneigðra, kvenna og borgararéttinda. Menn vilja ekki vera röngu megin við línuna.

Stærsta vandamálið í umræðunni er um börn og unglinga sem óska eftir kynskiptum og ástæðan er þessi. Ef maður þolir ekki 40 ára gamlan brandara um Loretta eða rökræðu um notkun persónufornafna án ásakana um tillitsleysi og vanvirðingu fyrir jafnrétti, hvernig getum við rætt eitthvað jafn flókið og viðkvæmt og upplifun ungs fólks með kynama? Í umræðunni undanfarin ár hefur komið fram að hver sá sem nefnir ókostina eða lýsir áhyggjum af því að vera trans; Sá sem dirfist að krefjast staðreynda líffærafræðinnar er í hættu á að vera stimplaður sem hatursfullur og transfóbískur.

Afleiðingin verður, enginn sem ekki er trans þegir eða kinkar kolli. Nema þeir séu tilbúnir til að setja orðspor sitt og fram í hættu.

Fyrrnefnd Kathleen Stock var boðin til Oxford háskóla til að halda ræðu en margir nemendur fengu svo illt fyrir hjartað að stjórn skólans varð að bjóða þeim sálfræðihjálp. Áður höfðu menn aflýst fyrirlestri J.K. Rowling og Jordan B. Peterson eftir fjölda mótmæli svo það er jákvætt að nú hafi menn ákveðið að leyfa tjáningarfrelsinu að blómstra í stað þess að hlusta á hóp af móðguðum nemendum.

HIÐ GAGNSTÆÐA er raunin með leikrænu útgáfuna af Life of Brian, þar sem áhugalaus Loretta senan er skyndilega í sviðsljósinu og þykir hin mesta hörmung. Einhver gæti móðgast þó maður hafi áður verið frjálslyndur. Gæti það sama átt við um kristna menn sem fannst kannski Jesú skopstælingin ekki fyndin, en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Trans brandarar eru hinir nýju Mohammed teiknimyndirnar.

En af hverju erum við komin hingað? Kannski af því of margir halda að transmálaflokkurinn sé ný útgáfa af rétti samkynhneigðra, kvenna og borgarlegra réttindum. Einn daginn verður litið á þá sem klappa ekki gagnrýnislaust fyrir öllum aðgerðum þessarar hreyfingar og breytingum á tungumálinu með jafn illu auga og gert er í dag.

Maður er ekki transfóbískur þó því sé haldið fram að transfólk, eins og allir aðrir, geri orðið fyrir háði eða vegna þess að þú tengist  mjög fámennum hópi með tvíræð kynfæri, því hinir fæðast karl eða kona.

Það er - eins og lýst er í nýlegri grein í blaðinu – líffærafræðileg staðreynd að kynin eru tvö og að virtur prófessor verði fyrir stöðugum ógnunum við að koma því á framfæri er áhyggjuefni.

Við sjáum aftur og aftur, líka í Danmörku, að lítill en aðgangsharður hópur reynir að yfirtaka umræðuna og brjóta niður hefð frjálsrar, gagnrýnnar hugsunar í æðri menntunarstofnunum. Geðveikin er að þeir sjálfir telja sig tákn umburðarlyndis, göfugir og baráttufólk fyrir jafnrétti. Hins vegar er málflutningurinn, jöfn réttindi fyrir þá sem þeim líkar við.

Martin Luther King sá fyrir sér að einn daginn myndi fólk skilgreina sig vegna persónueinkenna sinna, ekki kyni, kynþætti eða húðlit. Þróunin hefur farið í öfuga átt og aldrei áður í sögunni höfum við virkilega óskað þess að sjá sólina rísa sunnan við nafla.

Baráttunni fyrir jafnrétti er nú stjórnað af mesta sjónarspil sögunnar segi Anne Sophia.

 

Höfundur greinarinnar er: Anne Sophia Hermansen

(f. 1972) er kulturkommentator og magister i litteraturhistorie med supplerende fag i filosofi og idéhistorie. Hun skriver om litteratur, tidsånd, dannelse, eksistens og kulturhistorie. Har desuden bidraget til en række antologier og er bestyrelsesmedlem samt foredragsholder.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband