6.6.2023 | 07:07
Velkomin í skautaða fávitasamfélagið
Ef allir vinnandi menn láta vera með að tjá sig um trans, innflytjendur og bólusetningar (til að nefna þrennt sem brennur á fólki) fær það alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið og pólitíkina.
Ætli vinnuveitandi minn fái áhyggjufulla tilkynningu þegar textinn hefur verið birtur í blaðinu?
Ég skrifa um transhreyfinguna. Og þar á bæ hafa menn stundað að hóta fólki til þöggunar með því að hafa samband við vinnuveitendur þeirra segir Elin Ørjasæter en færslan er lausleg þýðing á grein sem hún skrifaði.
TV 2 hefur skrifað um hvernig sumir í transhreyfingunni hafa kerfisbundið samband við vinnuveitendur fólks sem tjáir sig á gagnrýninn hátt um trans á samfélagsmiðlum. Kennarinn Sonia Arisland gagnrýndi möguleikann á að breyta löglegu kyni við 16 ára aldur.
Þá fékk skólastjóri skólans sem hún starfar við tölvupóst um að það ætti að segja Soniu upp (eða segja henni upp, þ.e. reka hana á dögunum!) því viðhorf hennar hefur skaðleg áhrif á nemendur.
Mér finnst það öfgar sem transhreyfingin stendur fyrir eins og að kynin séu mörg. Ég sem almennur lýðræðislegur borgari fagna allri umræðu, þar á meðal póstum frá reiðum lesendum sem halda að ég sé kú-kú.
En sá hluti transhreyfingarinnar tekur ekki umræðuna. Í staðinn hafa þeir samband við atvinnurekendur fólks til að kúga það til þöggunar.
Getur fengið alvarlega samfélagspólitískar afleiðingar
Vinnuveitandi Sonia Arisland, skólastjórinn í skólanum sem hún vinnur við, hafði bein í nefinu þegar hún sýndi að Sonia hefði fullt og óskorðað tjáningarfrelsi.
Vinnuveitandi annarrar konu sögðu henni upp eftir álíka upphlaup. Vogels hafði annars konar starf sem gæti haft áhrif í réttarsalnum í Bergen fyrir páska. Þegar þetta er skrifað er beðið eftir dómi sem mun koma á vordögum (Innskot, Vogel vann málið).
Tjáningarfrelsiskaflinn (NOU 2022:9) fjallar um tjáningarfrelsi tengt atvinnu og vinnuskilyrðum.
Þar stendur: ,,Tjáningarfrelsi starfsmanna hefur sterka réttarvernd. Vandamálið er æfingin. Raunverulegt tjáningarfrelsi mótast af miklu meira en löggjöf. Viðhorf, viðmið og venjur sem ráða ríkjum á vettvangi eða í geira hefur einnig áhrif á það sem einstaklingar kjósa að tjá sig um opinberlega.
Þá bendir NOU á að þróunin fari í raun í ranga átt. Starfsmenn eru varkárari en áður að tjá sig, þeir óttast að tjá sig utan vinnu geta valdi vanda í vinnunni (hægt að lesa meira í kafla 15 í skýrslunni, mæli með því!).
Ef transmálefnin eru aldrei á dagskrá hjá vinnandi fólki mun trans-lestin halda áfram á nokkurs fullorðins í rýminu.
Trans-lestin er hugtak sem ég fékk hjá Kjetil Rolness, sem ræddi um transhreyfinguna í Kvöldblaðinu á páskadag.
Rolaness er verktaki með góða innsýn, en hann hefur sem betur fer ekki atvinnurekanda sem aðgerðarsinnar geta hrætt.
Ef allir vinnandi menn láta vera með að tjá sig um trans, innflytjendur og bólusetningar (til að nefna þrennt sem brennur á fólki) fær það alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið og pólitíkina.
Þá verða umræður um málaflokkana í höndum aðgerðasinna annars vegar og hins vegar fólks með öruggar tekjur.
Velkomin í skautaða fávitasamfélagið, þar sem reiðir aktívistar rífast við biturt nettröll á eftirlaunum.
Greinina má lesa hér.
Höfundur greinarinnar er: Elin Ørjasæter er dosent i HR og arbeidsliv ved Høyskolen Kristiania, og har skrevet en rekke bøker om personalledelse og arbeidsrett. Hun har tidligere skrevet i Aftenposten, Morgenbladet og E24. Ørjasæter er aktiv som foredragsholder og har hatt en rekke opptredener i NRK og TV2, så vel i debatt og nyhetsprogram som i reality og underholdning.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.