Til er margs konar kynvitund, en bara tvö líffræðileg kyn. Þeim er ekki úthlutað við fæðingu, þau verða til við getnað.

Í helgarbaðinu skrifaði Leny Malacinski að hún væri kona. Hún undraðist að heilbrigðisyfirvöld gætu skilgreint kyn eitthvað sem væri úthlutað við fæðingu. Þessi undrun og misskilningur, m.a. hjá heilbrigðisyfirvöldum er háréttur hjá henni segir Lasse.

Hún bendir sömuleiðis á þversögnina þegar fólk segir að kyn sé félagslegt, en samt sé farið fram á kynleiðréttingu af sama fólkinu, með lyfjum eða skurðaðgerðum. Sama fólkið telur meðferð nauðsynlega vegna kynáttunar, ónot með eigið kyn.

En rök Malacinskis halda ekki vatni. Sem sérfræðingur í barna- og unglingageðlækningum lít ég á hugmyndir hennar um að maður geti ,,fæðst í röngum líkama" einföld. Skilningurinn á fyrirbærinu er tvíþættur, kynvitund og transhugmyndafræði. Skilningur sem að mínu mati hefur líklega haft alvarlegar afleiðingar fyrir sum börn og ungmenni.

Það eru bara tvö líffræðileg kyn. Þetta er velþekkt, vísindaleg staðreynd og er viðurkennd af öllum lífvísindum, þar á meðal læknavísindunum. Kyn er ekki eitthvað sem er deilt út við fæðingu, heldur ákvarðast við getnað, það vil segja samruna eggs og sæðis, hvort sæðið ber X eða Y litninga. Arfgerðin er óyggjandi þ.e.a.s. hvort þú ert líffræðileg kona (XX) eða karlmaður (XY).

Hver einasta fruma í líkamanum ber þessa kóðun og er afgerandi fyrir þróun líffærana, m.a. líffærin sem framleiða annað tveggja, egg (kona) eða sæði (karlmaður). Þetta er augljóst fyrir öll spendýr og hefur verið undanfarin 200 milljón ár. Líffræðilegt kyn er þannig ótvírætt.

Sumir nota tilvist truflana eða breytileika í líffræðilegum kynþroska (DSD) á erfðafræðilegum, hormóna- eða líffærafræðilegum grunni sem rök fyrir því að líffræðileg kyn séu ekki tvö, þ.e. að um intersex sé að ræða. DSD nær yfir margs konar aðstæður án skýrt skilgreindrar afmörkunar og í langflestum tilfellum væri samt hægt að flokka einstaklinginn af öðru kyninu.

Kynáttun er aftur á móti flóknara fyrirbæri og enn sem komið er finnast ekki vísindalegar skýringar á því. Þetta er flókið líf-sálfræðilegt fyrirbæri sem fjallar aldrei um líffræðilegt kyn. Líffræðilega kynið hefur áhrif á kynvitundina en kynvitundin getur ekki haft áhrif á líffræðilega kynið. Líta ber á kynvitund sem þróunarferli sem gengur út frá líffræðilega kyninu en sem upp að vissu marki mótast og festist í sessi í gegnum barnæskuna og unglingsárin í sál- og félagslegu samhengi.

Það er rétt að fóstrið verði fyrir áhrifum hormóna á meðgöngunni og í mismiklu mæli. Auk þess virðist vera kynbundinn munur á þroska heilans. Þetta er skýring á skapgerð, ákveðnum persónueinkennum og kynhneigð. Þú getur verið kvenkyns með karlkyns hegðun, en þetta er náttúrulegt afbrigði og þýðir ekki að fólk sé fast í röngum líkama.

Hins vegar er það einmitt hið síðarnefnda sem margir nota og sérstaklega ungt fólk. Á yfirborðinu má segja að kynvitund geti verið óendanleg þar sem hún eru byggð á eða ruglað sama við hverfular huglægar tilfinningar og þörf fyrir sjálfsgreiningu sem félagslegt fyrirbæri meðal ungs fólks.

Á sama tíma viðurkenni ég að sumt fólk þjáist af vanlíðan með eigið kyn og að það þarf augljóslega rétta hjálp. Kynhneigð er líffræðileg en til eru ódæmigerðari kyneinkenni og ekki er hægt að flokka þetta tvennt sem sams konar fyrirbæri.

Þessi svokölluð kynbundna nálgum við meðferð vanlíðunar við eigið kyn byggist á einfaldri tvískiptri kenningu um að vanlíðan stafi að miklu leyti af meðfæddu ,,innra ekta” kyni og að viðkomandi hafi fæðst í röngum líkama. Þetta hefur m.a. leitt til þeirrar skoðunar að besta meðferðarformið sé í grunninn byggð á læknisfræðilegu inngripi og/eða skurðaðgerð.

En aftur á móti er það þekkt að margar ástæður geta verið fyrir ónotum með eigin líkama, ástæður sem þarf að greina á milli. Það getur verið undirliggjandi geðrænir kvillar, áföll, tímabundið ástand eða ókynþroska tjáning sem sýnir sig síðar að vera samkynhneigð.

Sérstaklega hjá börnum og unglingum sem eru á þroskaskeiðinu er erfitt að slá föstu hvað veldur kynáttunarvanda og maður þarf að vera varkár að nota læknisfræðileg úrræði þar sem enn er um að ræða tilraunir og mikil hætta á aukaverkunum án tryggingar fyrir jákvæðri niðurstöðu. Þegar kemur að börnum og unglingum á því aðeins að beita sálfræðilegri og heildrænni nálgun.

Það er ekki þar með sagt að meðhöndlun með lyfjum og skurðaðgerðir geti ekki verið í einhverjum tilfellum réttlætanlegt fyrir fullorðið fólk, þó ég mæli með því sem síðasta möguleikann. Með fyrirvara um mismun á dönskum og amerískum aðstæðum þá sýna nýlegar rannsóknir að um 30% sjá eftir læknisfræðilegum kynbreytingum.

Sú einföldum að maður geti verið fæddur í röngum líkama, eins og Malacinskis ýjar að í Helgarblaðið, hefur orðið til þess að auka hættuna fyrir læknisfræðileg mistök í meðhöndlun, sérstaklega hjá börnum og unglingum með kynáttunarvanda. Þegar það er sagt, gæti verið áhugavert að heyra rök heilbrigðisyfirvalda sem halda fram að kyn sé eitthvað sem er deilt út við fæðingu.

Höfundur greinarinnar: Lasse Sørensen er speciallæge i børne- og ungdomspsykiatri. Lausleg þýðing er mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband