Óheilbrigð hjarðhugsun þegar talað er um kynáttun

,,Það er næstum því erfitt að trúa þessu. Nokkrar af stærstu menningarstofnunum í Bergen hafa, ásamt hundruðum einstaklinga af menningarsviðinu, skrifað undir áskorun gegn tjáningarfrelsi og opinni umræðu. Í yfirlýsingunni fullyrða þeir að ,,sem lista- og menningarstarfsmenn séu þeir í fararbroddi í baráttunni fyrir tjáningarfrelsi." Þetta er hreint Orwellian "newspeak". Í reynd gera þeir þvert öfugt. Vanhæfni til að hugsa rökrétt og réttsýnt, eins og yfirýsingin sýnir, er bæði kómísk og sorgleg.

Þetta segir Alex Iversen á snjáldursíðu sinni, hann heldur áfram:

Bakgrunnur yfirlýsingarinnar er dómsmál milli frjálsu félagasamtakanna Papillon og fyrrverandi starfsmanns Rianne Vogels, sem þeir ráku fyrir að gagnrýna kynvitund á Twitter. Uppsögn Vogels var dæmd ógild af dómnum og fékk hún skaðabætur. Í úrskurðinum kemur fram að ummæli Vogels hafi ekki verið áreiti og innan málfrelsis.

Að fjöldi allur af menningarfólki í litlum bæ taki sig saman til að skrifa undir undirskriftalista þar sem Vogel er úthrópuð, einstaklingur sem stendur alveg ein í þessu, með engar stofnanir á bak við sig eða mannfjölda, er dæmi um hatur og ,,ofbeldisfullar frásagnir." Bara að hafa talað um eitthvað sem er augljóslega mjög mikilvægt fyrir hana sýnir hve óheilbrigð hjarðhugsun er meðal þessa ,,góða" menningarfólks og satt að segja veldur það mér óþægindum.”

Rianne Vogels stefndi vinnuveitanda sínum eftir að hann sagði henni upp eftir tíst um kynáttun. Rianne telur eins og margir að kynin séu tvö og að transkona geti ekki verið kona. Vinnuveitandi hennar fékk nafnlaust skeyti þar sem Rianne Vogels er sökuð um hatursorðræðu o.fl. Svona svipað og transaðgerðasinnar hér á landi nota gegn fólki. Henni sagt upp og gefið að sök að fara á svig við reglur fyrirtækisins. Til að gera langa sögu stutta þá vann hún málið, fyrirtækið mátti ekki reka hana fyrirvaralaust, og hún fékk dæmdar bætur frá vinnuveitanda eins og kemur fram í innleggi Alex.

Tjáningarfrelsið lifir enn í Noregi þrátt fyrir endalausar tilraunir trans-sinnaðra einstaklinga til að binda endi á það.

Þessi hjarðhugsun minnir á marga kennara, stjórn KÍ og bæjarstjórn Akureyrarbæjar, sem vilja þagga niður tjáningarfrelsið eins og ,,góða" fólkið í Bergen. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband