Kynskiptiumræðan er komin út af sporinu

Barn sem á rétt á vernd frá foreldrum sínum á uppvaxtarárunum gegn hættum á líka að vera verndað gegn sjálfu sér segir Pia Kærsgaard stjórnmálamaður í Danaveli. Hér má lesa greinina á dönsku, hún birtist í Jyllands posten. Þýðing er mín.

Maður hefði haldið að ekki væri á vöntun á vandamálum til að takast á við. Stríðið í Úkraínu. Sögulegur þrýstingur á landamæri ESB sem ógnar samstöðunni í Vestur- og Norður Evrópu. Verðbólgan sem angrar Dani, eða vandamálin í heilbrigðis- og öldrunarmálunum.

Síðast en ekki síst hafa fjölmiðlar talað um að við eigum að fjalla um hormónameðferðir fyrir unglinga, sem finna fyrir ónotum í eigin kyni, eitthvað sem maður hefði ekki trúað fyrir nokkrum árum.

Berlingske (danskt dagblað) sagði s.l. sunnudag sögu Veronicu sem er 15 ára,  sem heitir nú Kim og er í breytingarferli til að verða maður. Ég mun samt halda áfram að kalla Veronicu, þó ég fái skammir.

Hormónameðferðin hófst þegar Veronica var 11 ára því henni fannst hún ekki vera stelpa, en hélt því fram við aðra að hún upplifði sig sem strák. Foreldrarnir taka ekki afstöðu en gleðjast yfir að hafa fengið meira gull, því hann blómstri.

Maður undrast, hvort Veronica hefði upplifað sig sem dreng ef opinber umfjöllun og fjölmiðlar hefðu ekki haft eitthvað með málið að gera. Ég man ekki eftir að jafnaldrar mínir hefðu álíka tilfinningar og ekki börnin mín heldur.

Ástæðan gæti verið að vandamálið hafi ekki verið rætt, að var ekki var ,,sett orð á það” eins og það heitir á nýmóðins dönsku. Þetta var fyrir utan seilingar hjá venjulegu fólki.

Ég las að það er samband á milli ónota með kyn og einhverfu. Maður ætti að kafa aðeins dýpra ofan í það, því sé það rétt ættum við að spyrja hvort kynskipti lækni einhverfu? Ef ekki getur það ekki skipt máli.

Börn hafa alltaf leikið ólík kynhlutverk. Sumar stúlkur heillast af heimi stráka og laðast að villtum leikjum. Án þess að þær vilji vera strákur. Sumum strákum dettur í hug að klæða sig í kjóla og leika með dúkkur. Án þess að þeir vilji vera stelpur.

Málið er, börn prófa, og hlutverkaleikur er náttúrlegur hlutur af æskunni. Vandamálið hefst kannski þegar fullorðnir byrja að leika með og ýta undir duttlunga barns og undarlegar hugmyndir. Börn geta verið ótrúlega þrjósk. Held að allir sem eigi börn geti kvittað upp á.

En að börn séu þrjósk og kröfuhörð þýðir ekki að foreldrar eigi að beygja sig undir hugmyndir þeirra. Börn eru einmitt börn og fullorðnir eru fullorðnir af því þeir eru ekki börn. Foreldrar taka ekki ábyrgð sem foreldri þegar það setur barni ekki mörk þegar ævintýraheimurinn og skortur á mörkum skapar óöryggi og kvíða hjá mörgum börnum.

Ég er ekki að tala um að ,,gamli skólinn” eigi að snúa aftur. Það er bara gott að við séum laus við hann. En ég leyfi mér að segja, þegar maður lætur barnið taka ábyrgð á eigin lífi aðeins 11 ára gamalt, eins og í tilfelli Veronicu, þá hefur manni mistekist í foreldrahlutverkinu.

Ef börn finna fyrir svo miklum ónotum við kyn sitt að þau óska eftir að skipta því út þá er það réttur þeirra. En ákvörðunina á fullveðja einstaklingur að taka og bera ábyrgð á henni, þ.v.s. þegar þau eru 18 ára gömul. Æskan á að vera athvarf fyrir barnið þar sem ábyrgir og þroskaðir einstaklingar vernda það fyrir sjálfu sér.

Held að flest okkar geti litið til baka á aðstæður í barnæskunni þar sem við erum ánægð í dag með að ábyrgt og þroskað fólk hafi gripið inn í.

En til að taka ábyrgð á barni fylgir geta til að setja barni mörk og stundum taka ákvörðun sem barnið skilur ekki og finnst ,,ósanngjarnt.” En þannig er að vera barn. Og þannig er það að vera foreldri og þora að vera óvinsælt.

Svo lengi sem við höfum opinbera umfjöllun um ónot við kyni, kynskipti og þessa sjúklegu umræðu um líkama og kyn munu sífellt fleiri börn verða meðvituð um viðfangsefni sem þau ættu ekki einu sinni að hugsa um, eða í það minnsta að fá vernd fyrir þar til þau verða kynþroska.

Það dapurlegast er að við höfum breytt börnum í litla fullorðna og látið ábyrgðina á yfir lífi þess yfir á þeirra herðar af því foreldrarnir standa ekki undir ábyrgðinni og að verða óvinsæl. Þetta er misbrestur á sögu og mannkyni sem hefur óyfirstíganlegar afleiðingar fyrir framtíðina.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband