19.5.2023 | 09:51
Flest ungmenni sem skipta um kyn líður illa eftir kynskiptin,
þetta kemur fram í rannsókn sem danskur líffræðingur vitnar til.
Berlingske tidende (stórt dagblað í Danaveldi) skrifaði langa grein um kynskipti á börnum og fær hún mikla umfjöllun; þrjár síður í blaðinu og fyrirferðamikil fyrirsögn á forsíðunni. Yfirskrift blaðaskrifanna er; ,,Dönsk börn standa í biðröð eftir að skipta um kyn. Heilbrigðisyfirvöld efast.
Kåre Fog líffræðingur skrifar um greinina á snjáldursíðu sinni, lausleg þýðing er mín.
,,Greinin fjallar um læknisfræðilega þekkingu í nágrannalöndum okkar um málaflokkinn. Forsvarsmenn landanna hafa bakþanka um meðferðir barna sem þau hafa farið í eftir að þau óskuðu eftir kynskiptum. Sérstaklega eru uppi efasemdir um stopphormón sem setur kynþroskann á ís. Með því er gerður óafturkræfur skaði á beinvexti, þau hafa áhrif á þróun heilans, hæð barna og frjósemi.
Í greininni er líka lögð áhersla á að stór hluti barnanna, sem skoðuð eru m.t.t. kynleiðréttingar líði illa andlega, t.d. hafa 30-40% barna einhverfu. Læknirinn og kynprófessorinn Christian Graugaard, segir að ómeðhöndlað barn með ónot fyrir eigin kyni geti endað með að glíma við vanlíðan, andlega sjúkdóma og í versta falli tekið eigið líf.
Hér er Graugaard illa upplýstur. Hann þekkir sennilega ekki nýlega rannsókn (sem ég talað um 10. apríl) sem sýnir að flest ungmenni sem skipta um kyn líður mun verr eftir kynskiptin.
Graugaard virðist heldur ekki vera með á hreinu að engar áreiðanlegar vísbendingar eru um að kynskipti dragi út tíðni sjálfsvíga eða tilrauna, og að til eru tölur sem sýna aukna sjálfsvígshættu meðal fólks sem HEFUR gengist undir kynskiptiaðgerð.
Hvað sem því líður er mikil framför að Berlingske skrifi um áhyggjur fólks af meðferðum við kynleiðréttingu án þess að fólk sé sakað um transfóbískum viðhorfum.
Enn auglýsi ég eftir íslenskum fjölmiðlum sem fjalla um málaflokkinn frá mörgum hliðum og fræðafólki. Vísir fór á kostum í svörum sínum til Elds Deville um grein sem hann óskaði eftir að birtist í blaðinu undir Skoðun. Lítt hæfir ritstjórar og blaðamenn þegar kemur að transmálaflokknum og gagnrýnni hugsun. Þetta efni ættu þeir kannski að hlusta og horfa á ásamt öllu því sem ég hef sent. Ekki vantar heimildirnar.
Ég hef sent ógrynni af efni til ritstjórna blaðanna, Ruv og Kveiks með áskorun um að fjalla um málaflokkinn. Hér er enn eitt.
Athugasemdir
Kynhegðun getur brenglast með ýmsum hætti.
En þegar dópistar og alkar eru að díla við sínar langanir, eru þeir settir í meðferð.
Eins á að gera við fólk með ranghugmyndir um kynhneigð sína.(margar meðferðir erlendis hafa gengið nokkuð vel)
Nei, en í staðinn eru ómældir peningar settir í rangar lausnir, og vissir fjölmiðlar pumpa upp þennann ,,sannleik" í gríð og erg.
Ef alkar og dópistar mundu taka sér hinsegin kynfólkið til fyrirmyndar, mundu þeir heimta að hafa áfengisútsölur opnar allan sólarhringin og
í öllum götum.
Loncexter, 19.5.2023 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.