Þorbjörg Þorvaldsdóttir hjá Samtökum 78 sat fyrir svörum

hjá Krossgötum, málfundafélagi um tjáningarfrelsi. Í upphafi gaf hún fundarmönnum innsýn í hvers konar fræðslu Samtökin 78 bjóða upp á í grunnskólum. Hún sagði jafnframt að erindrekar Samtakanna svöruðu spurningum nemenda. Gott og vel.

Mér kom verulega á óvart hvað Þorbjörg er illa að sér um nokkra þætti transmálaflokkinn. Hún hélt því fram sem dæmi að afleiðingar hormónablokkara fyrir börn væri afturkræfar. Fylgist Þorbjörg ekki með málaflokknum og því sem gerist í kringum okkur? Veit hún ekki af hverju löndin í kringum okkur hafa annað tveggja dregið verulega úr lyfjagjöfunum fyrir börn og sumir bannað. Afleiðingarnar eru svo skelfilegar.

Hún þarf ekki annað en horfa á þennan þátt til að komast aðeins inn í málið. Hún yrði líka fróðari ef hún fylgdist með þessum þáttum, þeir eru þrír. Spyrji unglingur um hormónablokkara mun hann fá þetta svar sem Þorbjörg gaf á fundinum.

Fyrst og síðast er það kennari sem er ábyrgður fyrir því sem fram fer í kennslustofunni. Detti nemanda í hug að spyrja um hormónablokkara er þetta sennilega svarið sem nemandi fær frá erindreka samtakanna, afturkræfar afleiðingar. Sætti kennari sig við að slíkan þvætting (sem ég leyfi mér að kalla svo) mótmælir hann þessum fullyrðingum.

Fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennari sagði á Kennaraspjallinu í tengslum við verkfall BSRB, ,,Kennarar bera ábyrgð á námi nemenda...“ og ,, Nemendur eru á ábyrgð kennara...“ Skiptir þá engu í mínum huga hver fræðsluaðilinn er, kennari ber ábyrgðina.

Margir kennarar hafa gagnrýnt í mín eyru að stjórnendur og sveitarstjórnir geti ákveðið hvaða fræðsla fer fram í kennslustundum þeirra án þess svo mikið sem ræða við þá. Kennslustundir eru teknar af kennurum ef við getum orðað það svo.

Þorbjörg er ekki hlynnt að börnum hennar sé kennd kristinfræði (og þá sennilega ekki önnur trúarbrögðum) sagði einn fundarmanna mér. Móðirin hafði spurt Þorbjörgu. Alls ekki sagði Þorbjörg. Sjálf er móðirin kristin og heldur þeim gildum að börnum sínum. En Þorbjörgu finnst sjálfsagt að transhugmyndafræðinni sé haldið að öllum börnum, líka þeim sem eru alin upp við ákveðna trú.

Erindrekinn varð eiginlega hissa að móðirin sagðist ekki vilja sjá transfræðslu Samtaka 78 fyrir sín börn frekar en Þorbjörg vill ekki sjá trúarfræðslu fyrir sín. Um það snýst málið. Gefa foreldrum val um hvort Samtökin 78 eigi greiða leið að barni með fagnaðarerindin sem þeir boða. Þorbjörg gekk svo langt að segja fræðslu þeirra jafnmikilvæga og stærðfræðikennslu, því ættu foreldrar ekki val sagði móðirin.

Og hana nú! Hugsi hver sitt, við erum að tala um í mesta lagi 0.5% þjóðarinnar sem aðhyllast transhugmyndafræðinni og lifa kannski eftir henni. Gott og blessað, allir hafa leyfi til þess og þá ákvörðun ber að virða.

Þorbjörg taldi mikilvægt að Samtökin 78 kæmu að fræðslu til kennara svo kennarar gætu haldið áfram að ræða málefnið í bekknum, transhugmyndafræðina. Að loknum þessum fundi myndi ég, sem hef ekki sótt fræðslu Samtaka 78, treysta mér betur í verkefnið en að fá Þorbjörgu inn í bekk. Ekkert í málflutningi Þorbjargar bar þess merki að kennari geti ekki séð um þá ,,mannréttindafræðslu“ sem hún vildi meina að Samtökin boðuðu.

Gestur í salnum spurði erindreki Samtakanna 78 um viðmiðanir WPATH sem notaðar eru af aðgerðarsinnum hér á landi í tengslum við heilbrigðiskerfið. Þorbjörg virtist ekki þekkja eigin hugmyndafræði í tengslum við spurninguna. Þorbjörg var spurð hvort hún hafi lesið allt skjalið. Nei hún hafði það ekki.

Þorbjörg talaði líka um ,,rangan líkama“ og ,,mörg kyn“ sem staðreynd. Hvílíkt og annað eins. Hér er um staðreyndavillur að ræða og á ekki að koma fyrir eyru grunnskólabarna. Hvað þá í skólabókum eins og er í dag. Það er hugurinn, andlega hliðin, sem hefur með þetta að gera, ekki líffræðilegar staðreyndir.

Eftir erindið má spyrja, af hverju þurfa börn í 3. bekk að vita hvaða kynhneigð/kyngervi foreldrar barna í bekknum hafa? Hún taldi það nauðsyn m.t.t. til fræðslunnar að önnur börn vissu ef barn ætti transforeldri. Af hverju? Börn hafa um allt annað að hugsa. Í skólabókum er talað um ólíka samsetning fjölskyldu svo það er ekki eins og börnin fái ekki að vita það. Kalla þessa ofuráherslu á mannréttindi yfirskin.

Þessi grein er áhugaverð og ætti að fanga athygli Þorbjargar og aðra erindreka Samtaka 78.

Hér er líka góð grein sem erindrekar Samtaka 78 ættu að lesa.

Vonbrigði með frammistöðu Þorbjargar. Við skulum ekki gleyma að framlag hennar er ríkisstyrkt.

Þannig er staðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband