Ég, kona

,,Hvernig veistu eiginlega að þú er kona- eða maður? Því geta flestir svarað án þess að kíkja á síðustu tölustafina í kennitölunni: Þú veist það bara. Þú finnur það. Fyrir flesta er kyn eðlisbundið og innbyggt, grunnforsenda sem ekki er hægt að útskýra með mörgum orðum, er jafn sjálfsagt og þyngdarkrafturinn.

Fóstur verður fyrir áhrifum í maganum löngu áður en það kemur í heiminn og það gildir líka fyrir trans-fólk. Menn, sem finnst þeir vera konur og öfugt eru ekki í vafa um kynvitundina. Þau eru bara fædd í röngum líkama. Þess vegna undrast maður að heilbrigðisyfirvöld setji kynvitund fram eins og tilviljanakennt happadrætti.

Á heimasíðu danska Landlæknisembættisins segir:

,,Flestir upplifa að kynvitund þeirra- þ.v.s. að innri tilfinning og upplifun við kyn sitt- svari til þess kyns sem þeir fengu úthlutað við fæðingu. Fyrir einhverja mun kynvitund vera frábrugðin því kyni sem úthlutuðu kyni. Í því tilfelli er talað um að viðkomandi sé trans.”

Samkvæmt Landlæknisembættinu er kyn eitthvað sem einhver úthlutar manni, eftir að maður fæðist, án þess að maður hafi möguleika á að segja af eða á. Rétt eins og hægt sé að líkja því saman við skírn. Eða einhver á fæðingarganginum úthluti kyni eftir slembiúrtaki og bendir á annað hvert barn sé stúlka og hitt drengur. Svona er þetta að sjálfsögðu ekki.”

Fjölmiðlar í Danmörku vakna hver af öðrum...hvað með þá íslensku?

Lotte Ingerslev fjallaði um málið en Lemy Malacinski skrifaði í Helgarblaðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband