Innihald námsbóka um kyn og kynvitund gerir mig órólega og áhyggjufulla

Tek undir áhyggjur hennar ekki bara í Noregi heldur líka á Íslandi. Við erum í sömu súpunni. Ósannindum hefur verið laumað í námsbækur íslenskra barna.

Hér á landi er vinsælt að nota hatursumræða og trans-fóbía um fólk sem er ekki sammála transhugmyndafræðinni sem Samtökin 78 boða.

Miriam H. Jørgensen kennari skrifar eftirfarandi í Aftenposten í Noregi (lausleg þýðing er mín):

,,Umræðuna þarf að taka án þess að stimpla fólk sem óþolandi segir Miriam.

Lýsing á kyni og kynvitund í nýjum kennslubókum er vandmeðfarin. Mikil þörf er á að vega og meta efnið gaumgæfilega og frá mörgum sjónarhornum. Bent Høie (H) heldur fram i Stavanger Aftenblad þann 15. júní að það séu engin hætta á að hægt sé að rugla 8 ára gömul börn. Það er of barnalegt. Þegar fram líða stundir getum við séð afleiðingar af kennslu skólanna á námsefninu.

Hverjar verða afleiðingarnar?

Ég vil að nemendur mínir sjáist, séu viðurkenndir og falli inn í öruggan félagsskap í skólanum. Skólinn á að berjast gegn fordómum, mismunum og vera opinn. Innihald kennslubóka um kyn og kynvitund gerir mig órólega og áhyggjufulla.

Hvað gerist þegar skólinn kennir að kyn byggist á tilfinningu og er valkvætt, í staðinn fyrir að kyn eigi rætur sína í líffræðina?

Viljum við sjá afleiðingarnar af hugmyndinni ,,fæddur í röngum líkama” kynntan fyrir börnum?

Í skólabókunum flæða hugtökin kyn og kynvitund yfir hvort annað. Afraksturinn er ruglingsleg framsetning gervivísinda sem koma í stað vísindalegrar hugsunar.

Nýtt námsumhverfi

Við þurfum að meta afleiðingar af kynjaruglingnum en að sama skapi passa upp á þau börn sem eru í vanda með kynvitund sína.

Í námsbókinni Solaris Naturfag fyrir 3.-4. bekk frá Aschehoug kemur fram ruglingsleg skýring á kynvitund:

,,Kynvitund er eigin hugsun um hver þú ert og hvernig þú lítur á sjálfan þig. Þú getur hugsað um sjálfan þig sem strák eða stelpu, eða vera í vafa. Þú getur valið að vera kallaður hann, hún eða hvað annað sem þú vilt.

Ungbörn geta ekki sagt hvort þau upplifi sig sem stelpu eða strák. Læknarnir ákveða hvaða kyn barn hefur eftir því hvernig þau pissa, stelpu- eða strákapiss.

En föt, hárgreiðsla, hvað þú leikur þér með og hvað þú gerir getur sýnt kynvitund þína. Það sýnir hvort þér líður eins og strák eða stelpu eða hvorugt. Það sem þú sýnir getur verið sama og þitt kyn eða frábrugðið (bls. 143).”

Í Samfélagsfræðibókinni ,,Arena” fyrir 5. bekk frá Aschehug hittum við þrjá einstaklinga með ólíka kynvitund, allir tengdir við Félagið Fri (Samtökin 78). Þeirra boðskapur er ,,Kyn ákvarðast út frá tilfinningunni inni í þér.”

Á heimasíðu A segir kynjafræðingurinn Tuva Fellmann að stelpur geti haft typpi og strákar leggöng. Hún notar kynlaust tungumál og forðast orð strákur og stelpa.

Í Samfélagsfræðibókinni ,,Refleks” fyrir 7. bekk frá heyrum við um Emmu Ellingsen sem fékk nafnið Tobias þegar hún fæddist. Hún er youtuber og sjónvarpsþáttastjórnandi.

Í sögunni kemur fram að einstaklingar sem hafa farið í gegnum kynskiptimeðferð láti vel af meðferðinni. Námsbækur kynna ,,sólskinssögur”, en sögur um eftirsjá er hvergi að finna.

Ég held að afleiðingarnar af að senda börnum í ferðalag í þessu nýja námsumhverfi sé ónauðsynleg og skapi meiri óvissu hjá fleirum sem eru sáttir í líffræðilegu kyni.

Ábyrgð skólanna

Samkvæmt námskrá skólanna eiga þeir að stuðla að fjölbreyttu námi og án aðgreiningar. Sú skylda er sett á herðar okkar að standa vörðu um þroska nemenda, sjálfsmynd, auka hæfni þeirra sem stuðlar að bættara geðheilbrigði og möguleikann á ábyrgum ákvörðunum í lífi sínu.

Persónulega held ég að við séum í mikilli hættu með að brjóta námskrá skólanna. Hæfnimarkmiðið eru framkvæmanleg en eigum á hættu að missa sjónar á grundvallaratriðum með tillit til hagsmuna nemenda í kennslu um kyn og kynvitund.”

Hér á landi er sama upp á teningnum, foreldrar geta sér til um kyn barns að mati transhugmyndafræðinnar. Þú getur verið strákur og stelpa eins og þér sýnist, þú finnur það inni í þér.

Fyrir áhugasama er í greininni vísað á nokkrar heimasíður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband