7.5.2023 | 21:11
Ætli fjölmiðlar fylgist með málinu
Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Danskir fjölmiðlar (fyrir utan einn) eru eins og þeir íslensku, hefja trans-málaflokkinn til skýjanna en þegja þunnu hljóði þegar málaflokkurinn er gagnrýndur. Réttilega gagnrýndur. Hef ekki séð eina frétt um málið hér á landi, frumvarp sem bannar kynskipti á börnum. Mikilvægt málefni þar sem börn eru undir, ekki bara nokkur heldur fleiri hundruð.
Ulf deildi innleggi Søs sem sýnir að fleiri undra sig á þögn fjölmiðla.
,,Þann 9. maí mun [danska] þingið taka afstöðu til þingfrumvarps sem bannar kynskipti fyrir börn- hvers vegna þegja allir fjölmiðlar um málið?
Fjölmiðlar hafa mikið að gera þegar þeir hylla transhugmyndafræðina en þegar gagnrýnisraddir heyrast eru þeir þöglir sem gröfin.
Hvers vegna?
Færsla Ulfs...
,,Ulf segir það spennandi að fylgjast með hvort nokkur [fjölmiðill] fjalli almennilega um umræðuna [á þingi Dana] um kynskipti á börnum- í fyrsta skiptið síðan meðhöndlun var leyfð árið 2016. Meðhöndlunin var leyfð án stjórnmálalegrar umræðu þrátt fyrir að það hafi verið og er enn hugmyndafræðilegt meðferðartilboð án heilbrigðisvísindalegar og læknisfræðilegrar þekkingar á meðferðinni, sem hefur ofbeldisfullar og neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem fara í hana. Kynþroskinn er stoppaður og hormón notuð til að breyta líkamanum sem gera börnin m.a. ófrjó.
Hér má lesa færsluna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.