1.4.2023 | 08:45
Er það tilgangur sveitarstjórnarmanna að sverta konur og réttindi þeirra, spyr bara?
Þegar maður viðurkennir ekki að transkona sé kona og viðurkennir ekki að transkarl sé karlmaður þá er maður með fordóma/fóbíu segja transsamtökin í Danmörku.
Samtökin niðurlægja konur á allan hátt og taka ekki tillit til kvenna og réttinda þeirra, bæði gagn- og samkynhneigðra kvenna. Samtökin vilja þvinga fólk til að deila hugmyndafræðinni um transfólk. Gjörsamlega óviðunandi. Það að fólk hafi rétt til að skilgreina sig eitthvað gerir ekki þá kröfu að aðrir viðurkenni það og breyti skilgreiningunni á kyni og réttindum þeirra, annað tveggja karli eða konu.
Álíka vitleysa hefur heyrst frá Samtökum 78. Foreldrar ættu að óttast hve greiðan aðgang samtökin hafa að skólabörnum. Gegn greiðslu sveitarfélaga. Samtökin 78 skrumskæla réttindi kvenna á ljótan hátt. Í búningi fræðslu. Bera sveitarstjórnarmenn ekki ábyrgð þegar þeir samþykkja þegjandi og hljóðalaust samning við Transsamtökin 78, án þess að hafa fylgst með fræðslu eða séð inntak hennar.
Í Danaveldi hafa sveitarfélög hafnað þessari fræðslu. Transsamtökin þar í landi höfnuðu að láta fræðsluefni af hendi. Íslenskir sveitarstjórnarmenn ættu að stíga sömu skref.
Transsamtök virðast ekki hafa ekki skilning á að það eru ekki allir sammála þeim. Hefur ekkert með fordóma/fóbíu að gera. Heldur vísindalegri staðreynd, kynin eru tvö. Annað er hugmyndafræði eins og hver önnur hugmyndafræði.
Nei þvingum skoðanir og staðreynir að kynin séu tvö ofan í hálsinn á þeim sem fylgja staðreyndum virðist boðskapur transsamtaka og transakvívista.
Hlusta má á viðtal hér, fyrri partur viðtalsins, þar sem fram kemur að við sem höldum í staðreyndina að kynin séu tvö séum með fordóma.
Þegar konur berjast fyrir réttindum sínum mótmæla transaktívistar á ofbeldisfullan hátt, af hverju? Af konum starfar ekki hætta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.