Ég var bara barn og stelpa eftir mínu eigin höfði

segir Anita Zophia Art, ung dönsk kona. Hér á eftir fer þýðing af innleggi á snjáldursíðu hennar sem Lotte deildi. Breiðletur er mitt.

Mitt innlegg í kynjaumræðuna 

LÁTIÐ BÖRNIN VERA

Ég var ,,strákastelpa“ sem barn. Allt sem drengirnir gerðu heilluðu mig meira. Ég vissi einfaldlega ekki hvernig maður leikur með dúkkur sem dæmi. Ég hataði það þegar ég fékk dúkkur sem gjafir. Klifraði í trjám, spilaði fótbolta, var líkamlega virk, með marbletti og skrámur af því ég gaf ekkert eftir og ég fékk líka hugmyndina um að ég vildi vera strákur, fékk drengjakoll og mér var oft ruglað saman við dreng.

Mér var sýnd mynd af konu í fæðingu, varð óttaslegin og hugsaði að ég myndi aldrei nokkurn tímann vilja gera þetta, það styrkti skoðun mína að ég vildi óska að ég hefði fæðst strákur. Það varði í nokkur ár. Og guð hvað ég er þakklát fyrir að ég er ekki fædd á tíma bergmáls hreyfingarinnar sem mögulega hefði ýtt undir hugmyndina að kynskipti væri möguleiki. Er viss um að ég hefði verið góður kandídat, ég var bara barn og stelpa eftir mínu eigin höfði.

Ég óx upp úr þessu og er kona í dag með stóru K-i. Hef ekki síðan í barnæsku hugsað um kyn (þetta hafði meira að segja um stöðu mína og samlíkingu við aðra stúlkur/drengi).

Sem betur fer !!!! 

Mér er veruleg brugðið að börnum í dag séu gefin hormónablokkandi lyf (og þau gerð ófrjó) og því sé stillt upp fyrir þau að maður geti bara skipt um kyn. Frásagnir fólks sem hafa séð eftir því eru ófáar en fá ekki að heyrast. Trans-samfélagið lítur niður á þetta fólk sem er óhamingjusamt með skemmdan líkama. Leitið t.d. á Youtube ,,detransition”. Fólk situr uppi með skemmdir það sem eftir lifir og hafði ekki möguleika á að sjá afleiðingarnar fyrir.(íslenska máltækið í upphafi skyldi endinn skoða á vel við hér)

Fullorðnir geta hvað þeir vilja en við skuldum börnunum að leiðseigja þeim í gegnum lífið en ekki fegra veröldina. Maður getur bara ekki skipt um kyn, þannig virkar það ekki.

Hafi maður áhuga á að sjá þá geðveiki sem ríkir í samfélaginu sem virðist eðlileg í dag þá get ég mælt með að lesa greinar Lotte Ingersleves og  Dansk regbueråd sem vekja athygli á þessu viðkvæma umræðuefni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband