Hvað með hlutlausa landið sem

við viljum vera. Erum það ekki. Þjóðin tekur þátt í stríði í Evrópu. Getum ekki lengur státað okkur af hlutleysi, með engu móti. Yfirvöld tóku þá ákvörðun. 

Hver ætti að þjóna þessum her, ég spyr nú bara. Eru það ungu karlmennirnir okkar eins og víða um Evrópu. Fáeinar konur hafa skráð sig í herinn víða um heim. Í Danaveldi tala þeir um skyldu beggja kynja til hermennskunnar. 

Tel hugmyndina slæma. 


mbl.is Stofna ætti her á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ef til vill má ráða erlenda málliða sem verktaka og þá er hægt að stækka og minnka íslenska heraflan eftir þörfum - vona svo bara að herinn taki ekki völdin á Íslandi
Annars finnst mér hugmynd Mogens Glistrup best en hann vildi í miðju kalda stríðinu leggja niður danska herinn
og setja bara upp símsvara í staðinn þar sem svarað væri á rússnesku "Við gefumst upp"

Grímur Kjartansson, 4.3.2023 kl. 10:03

2 identicon

Helga Dögg

Við erum ekki hlutlaus. Við erum í NATO.

Eftir seinna stríð lá alveg fyrir að Ísland yrði að gnaga inn í NATO.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 4.3.2023 kl. 12:01

3 identicon

Við gengum í hernaðarbandalagið NATO 1949 og höfum ekki með neinu móti getað talist hlutlaus síðan.

Vagn (IP-tala skráð) 4.3.2023 kl. 12:08

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við höfum ekkert efni á her.

Militia er annað mál algerlega.  En til þess er nákvæmlega enginn vilji.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2023 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband