26.12.2022 | 11:49
Foreldrar ganga af göflunum
og gefa börnum sínum alltof dýrar gjafir í skóinn. Upphaflega var þetta hugsað sem eitthvað smáræði enda getur fólk með mörg börn ekki mokað í þau. Mandarína, tvær karamellur, brjóstsykur, sleikipinni, lítil púsluspil, sokkar og annað sem barni vantar var notað til að gefa í skóinn.
Hafi þessi kona eitthvað af þeim foreldrum sem fyrirmynd sem gefa tölvuleik, dýrt spil, bíómiða og slíkar dýrar gjafir er ég ekki hissa að hún vilji ekki hoppa á vagninn. Alltof margir íslenskir foreldrar fara fram úr sér í þessum saklausa sið sem hefur viðgengist í áratugi. En í hófi.
Með slíku óhófi verða börnin frek og tilætlunarsöm. Foreldrar gera börn sín þannig með vitleysunni.
Ógerningur að gefa börnum 39 gjafir fyrir jól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nema þetta sé afsprengi erlends siðar þar sem aðallinn gaf börnum sínum gjöf hvern dag jóla fram í Janúar. Þá er þetta ekki eitthvað sem fátækur almúginn stundaði fyrr en Íslendingar, allir komnir af kóngafólki, tók upp á sinn hátt --- öfugt eins og við var að búast og gerðist með jólagjafirnar sem opnaðar eru daginn fyrir Jól. Því ekki fara sagnir frá fyrri tíð af gjafmildi Íslensku jólasveinanna.
Vagn (IP-tala skráð) 26.12.2022 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.