Af því Erla er kona fékk hún bætur

og það mátti heyra á máli forsætisráðherra í fréttum í gær. Hún var eina konan. Katrín heldur kvennaherferð sinni áfram. Gera skal allt fyrir konur þó það stangist á við lög. Fórnarlömbum Erlu er verulega misboðið, ekki skrýtið. Vera bendlaðir við málið á falskri ábendingu og máttu líða fyrir það. Skil vel að þeir hafi ekki sagt síðasta orðið. Katrín lék sóló í stjórnmálunum þegar hún ákvað að ríkið skyldi punga út 32 milljónum í kvennabaráttu.

Katrín Jakobsdóttir hættir seint að koma á óvart í kvennabaráttu sinni.


mbl.is Hagsmunir ríkisins að ljúka máli Erlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Í minn­is­blaði til for­sæt­is­ráðherra seg­ir að rík­inu sé ekki skylt að bera fyr­ir sig fyrn­ingu og í máli Erlu Bolla­dótt­ur séu það hags­mun­ir rík­is­ins að gera það ekki."

Það mætti kannski kynna þetta minnisblað fyrir þeim starfsmönnum ríkislögmanns sem hafa séð um málflutning í skuldamálum heimilanna eftir raðgjaldþrot bankanna?

Með því að bera fyrir sig fyrningu bótakrafna hafa þeir til að mynda séð til þess að enginn efnislegur dómur hefur fengist um ólögmæti verðtryggðra neytendalána.

Sama stendur til að gera varðandi uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðs, ef þau verða dæmd ólögleg í máli sem verður flutt fyrir Hæstarétti 25. janúar 2023.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.12.2022 kl. 14:42

2 identicon

Eins og með sýknu hinna, en það voru karlmenn, var þetta pólitísk ákvörðun. Það var e.t.v. óþarfi að halda henni utan við þann gjörning fyrst ætlunin var að afgreiða málið allt með ákvörðunum ráðherra og sýndarmennsku.

Vagn (IP-tala skráð) 23.12.2022 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband