Alma leigufélag,

misbauð mörgum á landinu. Sniðgöngum græðgifyrirtækið! er slagorð sem gengur um á samfélagsmiðlum og fólk hvatt til að sniðganga fyrirtæki systkina sem þéna um 90 milljónir á mánuði. Forstjórinn segir fyrirtækið nauðbeygt til að hækka leigu um 30%. Veldur ógleði. Tökum þátt. Á markaðnum má finna sömu vörur frá öðrum fyrirtækjum, jafngóðar.

May be an image of text


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er víst engin synd eins mikil í augum Íslendings og að reka fyrirtæki og sýna hagnað. ALMA á náttúrulega að reka leiguhlutann á tapi fyrst hagnaður er af annarri starfsemi. Rétt eins og hinir réttsýnu Íslendingar á Facebook almennt afþakka launahækkanir eða lækka sín laun ef þeir vinna lottóvinning, fá greiddan arf eða selja íbúð sína með hagnaði...

Mistökin sem ALMA gerði var að hækka ekki eins og eðlilegt hefði verið undanfarin ár og þurfa því að koma seint og síðar meir með stóra hækkun. Og samt er leigan lægri en eðlilegt getur talist. Það hefur aldrei skilað neinu nema vanþakklæti og formælingum þegar fyrirtæki halda aftur af verðhækkunum í einhvern tíma.

Að leigja, fá lánaða, 80 milljón króna íbúð ætti ekki að vera ódýrara en að fá 80 milljón króna lán. Það er engin ástæða til að byggja leiguíbúðir eða reka leigufélag ef peningarnir sem þar eru bundnir skila minna en ef þeir væru á bankabók eða vextirnir af lánunum hærri en leigutekjurnar. 5,9% vextir, eins og bankarnir bjóða sparifjáreigendum, af 80 milljónum eru yfir 390 þúsund á mánuði.

Vagn (IP-tala skráð) 8.12.2022 kl. 23:12

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fastagestum á blogginu ætti ekki að koma á óvart að kerran skuli hér koma fram í vörn fyrir auðvaldsokur á varnarlausu fólki. "Frjáls markaður" og allt það...

Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2022 kl. 11:19

3 identicon

Það væri gaman að sjá hversu mikið Guðmundur hefur gefið af sínum launahækkunum og vinningum til öryrkja. Mig grunar að þegar um hans hagnað er að ræða þá sé viðhorfið eitthvað annað. Það er nefnilega fátt auðveldara en að heimta að einhver annar gefi og að fyrirtæki skili ekki hagnaði.

Vagn (IP-tala skráð) 9.12.2022 kl. 12:58

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vagn. Ég berst fyrir hagsmunum m.a. þeirra sem þú vísar til og legg þannig mitt af mörkum. Ef ég væri ríkur og hvað ég myndi þá gera við það sem stæði afgangs eftir útgjöld til grunnþarfa er svo bara umræða um "ef og hvað og kannski".

Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2022 kl. 13:05

5 identicon

Ef þú værir ríkur, miðað við marga aðra þá ert þú það. En eins og ALMA þá telur þú þig ekki vera aflögufæran, þú ert með útgjöld, sparnað og afþreyingar sem ekki er gott að skera niður. Einhverjir sðrir geta borgað og þar skortir ekki uppástungur.

Vagn (IP-tala skráð) 9.12.2022 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband