11.10.2022 | 20:53
Borin von að ASÍ nái sér
eftir útgöngu félaganna þriggja. Spurning hvort félögin myndi bandalag og láti ASÍ róa. Eða þau félög sem eru eftir myndi annað bandalag, mun minna í sniðum. Gæti hugsanlega gerst.
Áhugavert að hlusta á Kastljós, þar sem Vilhjálmur ræddi málið. Auðvitað eiga stéttarfélög að ræða markmið, leiðir og stefnu, ekki manneskjur. Menn fara misvel með vald. Ekki öllum gefið að nýta það til góðra verka.
Framhaldið verður áhugavert.
ASÍ standi ekki undir sér án Eflingar og VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að ræða markmið, leiðir og stefnu við fólk sem þegar hefur ákveðið markmið, leiðir og stefnu og vilja bara ráða er ekki hægt. Þremenningarnir voru ekki að bjóða sig fram til að ræða eitt eða neitt. Það hefur ekki verið þeirra háttur og þingið sá það og man vel frá fyrri árum. Þremenningarnir vilja að ASÍ tali með einni rödd, þeirra, en ekki einni röddu allra aðildarfélaga. Það er orðið nokkuð langt gengið þegar fyrri formaður ASÍ segir af sér vegna þess að barátta ASÍ er að mestu orðin við þessa þremenninga og skaðaminnkun.
Þremenningarnir ráða engu um það hvort félögin gangi úr ASÍ. Til þess þarf samþykki aðalfundar félaganna. Og þó kosningaþátttaka hafi verið lítil í þeirra formannskosningum þýðir það ekki að félagsmenn séu allir ánægðir með sinn formann og sitji heima eða kjósi eftir þeim línum sem þessir formenn leggja í þessu máli. Mörgum innan félaganna og utan finnst þarna fara fólk sem er það hættulegasta sem finnst í pólitík, vitgrannir hugsjónamenn með völd og óslökkvandi þorsta í átök og meiri völd. Og að Rússnesk yfirtaka, eins og ætlunin var, þeirra á kjarabaráttunni á Íslandi væri engum launþega til hagsbóta og of langt gengið í valdabröltinu. Sundrungin innan verkalýðshreyfingarinnar núna og við undanfarna kjarasamninga, sem ekki verður rakin annað en til þeirra, er heldur ekki til þess fallin að styrkja hreyfinguna og efla. Vonandi kjósa félagsmenn eftir egin hag en ekki persónulegum metnaði og yfirgengilegu sjálfsáliti formannanna.
Vagn (IP-tala skráð) 11.10.2022 kl. 22:16
held að það sé bara fínt Hildur, miklu nær að hjálpa sínum eigin félagsmönnum heldur
en að hlaða undir þessu liði sem hefur verið þarna frá ómunatíð engum til gagns, nema kannski sjálfum sér og sínum.
Þetta var eitthvað á tímum Guðmundar Jaka þegar menn voru þar og hugsjónir, en er orðið eitthvað fyrirbæri í dag
líklega hefur málshátturinn, farið hefur fé betra, aldrei átt jafnvel við.
Gunnar (IP-tala skráð) 12.10.2022 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.