Ríkissaksóknari er lengi um

að ákveða hvort hún eigi að kæra konu sem réðist á barnsföður sinn á bílastæði. Vitni voru að atburðinum og börnin þeirra líka. Hér er um heimilisofbeldi að ræða af hálfu konu. Málið hefur legið inni í marga mánuði og virðist sem ríkissaksóknari dragi lappirnar í að ákæra. Engum blöðum um það að fletta að ofbeldið átti sér stað, konan er sek. 

Væri kynjunum snúið við væri dómur fallinn. Reynslan af þessum málum hefur sýnt það. Ríkissaksóknari þarf að hífa upp um sig buxurnar og sýna að kyn skipti ekki máli þegar heimilisofbeldi er annars vegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Helga Dögg.

Þakka þér fyrir þínar stuttu og hnitmiðuðu færslur og gjarna jafnréttis miðaðar.

Það er skondið að öfgafullar kynsystur þínar dirfist ekki að svara þér hástöfum.

Jónatan Karlsson, 29.9.2022 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband