Sorglegt hve margir útlendingar

vinna á elliheimilum. Öldungarnir eiga oftar en ekki í erfiðleikum með að skilja starfsmenn sem tala litla eða mjög illa íslensku. Auðvitað undantekning á reglunni. Á föður á Eir þar sem útlendingar vinna og hef margoft orðið vitni af dapurlegum samskiptum. Að auki talar fólkið eigið tungumál í samskiptum sín á milli. Öldungar verða utan gáttar. 

Að mínu mati eigi stofnanirnar að kenna fólkinu sínu vinnutengda íslensku og leggja miklar áherslu á það. Við gerum ekki sömu kröfur og aðrar Norðurlöndin. Þú færð ekki vinnu nema geta talað t.d. dönsku á skiljanlegu máli. 

Síðan er annar þáttur, kjarasamningskort rekstraraðila á útlendingunum sem fylgjast lítið með réttindum sínum. Þar má nefna frítökuréttinn. 


mbl.is Meðalaldur á hjúkrunarheimilum 87 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband