Íburður of mikill, hvenær tekur skynsemin yfir

Mér er óskiljanlegt af hverju þarf þessar svaka byggingar þegar leik- og grunnskólar eiga í hlut. Hafið byggingarnar einfaldar og ódýrar. Notið meira fjármagn í innviði leikskóla ekki byggingu. Tveggja hæða leikvöllur kallar á fleira starfsfólk við útiveru. Tröppurnar er hættumerki og á ekki heima í leikskóla. Ekki það leikskólinn er í stíl við hugarfar Íslendinga, flott að utan, sýndarmennskan.


mbl.is Ekkert tilboð barst í byggingu nýja leikskólans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það þarf ekki að efna til rándýrrar hönnunarsamkeppni þegar nóg er til af stöðluðum teikningum sem margir vel heppnaðir leikskólar hafa verið byggðir eftir.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.8.2022 kl. 15:25

2 identicon

Þetta er bara bruðl, vantar bara innflutt strá til að toppa þetta.

Steinar M. (IP-tala skráð) 21.8.2022 kl. 17:44

3 identicon

Hvað á að gera þegar lóð er lítil en byggja þarf leikskóla sem tekur mörg börn? Þennan leikskóla mætti einfalda (þó fermetraverðið sé ekkert umtalsvert lægra á einföldum byggingum) og byggja á einni hæð með gömlum teikningum (sem samt eru eftir einhverja arkitekta sem heimta sína greiðslu, gömul teikning kostar ekkert minna en ný) og fækka börnum um helming eða meira. Starfsmannakostnaður mundi einnig minnka þó hann mundi minnka minna en sem nemur fækkun barna, fastakostnaður er mjög svipaður hvort sem börnin eru 100 eða 200. Kostnaður per barn mundi hækka því starfsmenn sem gætu verið að þjónusta fleiri börn þjónusta færri. Og þar sem skortur er á starfsmönnum í öllu kerfinu mundu yfir heildina færri börn fá leikskólavist þó kostnaðurinn ætti að duga fyrir fleiri pláss. Sparnaður borgarinnar fælist að miklu leyti í því að þurfa ekki að borga fyrir nokkra rúmmetra af steypu, færri rólur og minna viðhald minni bygginga og minna útisvæðis.

Vagn (IP-tala skráð) 21.8.2022 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband